„Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2025 11:50 Vetrarfærðin hefur valdið umferðartöfum víða um höfuðborgarsvæðið. Vísir/Anton Brink Búast má við miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu í dag, og strætisvagnar eru víða ekki á áætlun. Gular viðvaranir eru í kortunum og veðurfræðingur á von á mikilli hálku á morgun, þegar snjó tekur að leysa. Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri á morgun í flestum landshlutum, frá austri til vesturs, vegna hvassviðris eða storms, en á Austfjörðum má búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum vegna hækkandi hitastigs. Viðvaranir ná ekki til norðausturlands, suðausturlands eða höfuðborgarsvæðisins. Svona verður viðvaranakort Veðurstofu Íslands klukkan tvö síðdegis á morgun.Veðurstofa Íslands Enn er þó slæm færð víða á höfuðborgarsvæðinu, en Vegagerðin vekur athygli á að umferð þar gangi hægt og búast megi við töfum. Í stuttri tilkynningu á vef Strætó segir að búast megi við miklum seinkunum í dag á öllu höfuðborgarsvæðinu, og eru farþegar beðnir um að fylgjast með staðsetningu vagna á rauntímakorti. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að strætisvagnar fari hægt yfir, og séu sumir hverjir yfirfullir af farþegum. Stórvarasamt á morgun Veðurfræðingur segir að heilt yfir sé að hlýna. „Það gerir það aðallega í nótt og fyrramálið og það hlýnar dálítið ákveðið,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó muni ekki rigna mikið á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við fáum ekki vætu ofan í allan þennan snjó, en hann er auðleystur og fer af stað, þannig að það verður vatnsagi í nótt og fyrramálið. Svo er bara svo mikill klakabunki á vegum og þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið, að keyra á þessu. Eftir frostið í nótt þá er þetta orðið samfast við götur og vegina, þannig að menn þurfa að huga vel að því hvað þeir ætla að gera í fyrramálið.“ Snjórinn hverfi um helgina Hláka verði raunar um allt land, en víðast hvar á landinu hafi snjóað, sem er óvenjulegt fyrir lok október. Von sé á að snjórinn verði horfinn á einhverjum svæðum um helgina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir mikla mildi að ekki sé mikil rigning í kortunum á höfuðborgarsvæðinu. Næg verði hálkan án hennar.Vísir/Steingrímur Dúi „Við fáum að minnsta kosti þrjá væna daga með þokkalegum hita, fimm til sex stiga hita á láglendi og blástur með.“ Það sé einkar heppilegt að ekki sé von á rigningu á suðvesturhorninu. „Ég býð ekki í þetta ef það væri að gera sunnanátt og miklar rigningar eins og stundum gerir á þessum árstíma, ofan í allan þennan snjó. Þannig að við sleppum vel hvað það varðar,“ segir Einar. Færð á vegum Umferð Veður Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri á morgun í flestum landshlutum, frá austri til vesturs, vegna hvassviðris eða storms, en á Austfjörðum má búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum vegna hækkandi hitastigs. Viðvaranir ná ekki til norðausturlands, suðausturlands eða höfuðborgarsvæðisins. Svona verður viðvaranakort Veðurstofu Íslands klukkan tvö síðdegis á morgun.Veðurstofa Íslands Enn er þó slæm færð víða á höfuðborgarsvæðinu, en Vegagerðin vekur athygli á að umferð þar gangi hægt og búast megi við töfum. Í stuttri tilkynningu á vef Strætó segir að búast megi við miklum seinkunum í dag á öllu höfuðborgarsvæðinu, og eru farþegar beðnir um að fylgjast með staðsetningu vagna á rauntímakorti. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að strætisvagnar fari hægt yfir, og séu sumir hverjir yfirfullir af farþegum. Stórvarasamt á morgun Veðurfræðingur segir að heilt yfir sé að hlýna. „Það gerir það aðallega í nótt og fyrramálið og það hlýnar dálítið ákveðið,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó muni ekki rigna mikið á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við fáum ekki vætu ofan í allan þennan snjó, en hann er auðleystur og fer af stað, þannig að það verður vatnsagi í nótt og fyrramálið. Svo er bara svo mikill klakabunki á vegum og þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið, að keyra á þessu. Eftir frostið í nótt þá er þetta orðið samfast við götur og vegina, þannig að menn þurfa að huga vel að því hvað þeir ætla að gera í fyrramálið.“ Snjórinn hverfi um helgina Hláka verði raunar um allt land, en víðast hvar á landinu hafi snjóað, sem er óvenjulegt fyrir lok október. Von sé á að snjórinn verði horfinn á einhverjum svæðum um helgina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir mikla mildi að ekki sé mikil rigning í kortunum á höfuðborgarsvæðinu. Næg verði hálkan án hennar.Vísir/Steingrímur Dúi „Við fáum að minnsta kosti þrjá væna daga með þokkalegum hita, fimm til sex stiga hita á láglendi og blástur með.“ Það sé einkar heppilegt að ekki sé von á rigningu á suðvesturhorninu. „Ég býð ekki í þetta ef það væri að gera sunnanátt og miklar rigningar eins og stundum gerir á þessum árstíma, ofan í allan þennan snjó. Þannig að við sleppum vel hvað það varðar,“ segir Einar.
Færð á vegum Umferð Veður Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Sjá meira