Innlent

Aukin verð­bólga á­hyggju­efni og asahláka í kortunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar sem birtar voru í morgun. 

Þar kom í ljós að verðbólgan hefur ekki verið meiri síðan í byrjun þessa árs og segir hagfræðingur Íslandsbanka það vera áhyggjuefni. 

Þá heyrum við í veðurfræðingi en eftir nær fordæmalausa snjókomu á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma er nú búist við hláku og leysingum og hafa gular veðurviðvaranir verið gefnar út vegna þess. 

Að auki heyrum við að áhugverðri rannsókn afbrotafræðings sem skoðaði reynslu ungra innflytjenda í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi af afbrotum og jaðarsetningu.

Í íþróttapakkanum verður farið yfir frækinn sigur íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi og þá halda ófarir Liverpool áfram á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×