Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2025 14:47 Áætlað er að um 28 prósent fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði hér á landi og má ætla að þeim gæti fjölgað um fjögur til sex þúsund á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í frétt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en spá stofnunarinnar tekur tillit til stöðu aðfluttra á leigumarkaði og byggir á mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Áætlað er að um 28 prósent fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Á vef HMS segir að stærð leigumarkaðar hér á landi hafi verið verulega vanmetin þar sem búsetumælingar hafi ekki náð til aðfluttra íbúa nema að takmörkuðu leyti. „Nýlega lét HMS framkvæma sérstaka búsetumælingu meðal aðfluttra félagsmanna þriggja stéttarfélaga og í ljós kom að um 74% aðfluttra eru á leigumarkaði hér á landi samanborið við um 15% innfæddra íbúa. Að teknu tilliti til búsetu aðfluttra íbúa má ætla að um 28% fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Miðað við niðurstöður úr ársfjórðungslegum búsetumælingum má ætla að um 23% barna búi í leiguhúsnæði en um 76% búi í eignarhúsnæði. Heildarfjöldi íbúa á leigumarkaði gæti því verið í kringum 105 þúsund manns í ár. Samkvæmt árlegri leigumarkaðskönnun HMS fyrir árið 2025 bjuggu að meðaltali 2,1 einstaklingur í hverri leiguíbúð. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir að um það bil 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði hér á landi í ár. Fyrra mat HMS á fjölda heimila á leigumarkaði hljóðaði upp á u.þ.b. 35 þúsund íbúðir, en fjölgunin skýrist einna helst af því að fleiri eru á leigumarkaði en áður var talið. Þá er einnig rétt að nefna að fjöldi heimila á leigumarkaði stendur ekki endilega í beinu sambandi við opinbera talningu á fjölda íbúða. Þetta er vegna þess að í sumum tilvikum er verið að leigja húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði auk þess sem í öðrum tilfellum er einungis verið að leigja hluta úr fasteign,“ segir á vef HMS. Gætu orðið allt að 56 þúsund árið 2030 Miðað við nýja mannfjöldaspá Hagstofu Íslands áætlar HMS að heimilum á leigumarkaði gæti fjölgað um 4.400 til sex þúsund á næstu fimm árum. HMS „Spáin byggir á óbreyttu hlutfalli fullorðinna einstaklinga á leigumarkaði eftir aldursbilum út spátímabilið auk þess sem miðað er við óbreytta meðalheimilisstærð á leigumarkaði og að búseta barna dreifist með sambærilegum hætti á milli leigu- og eignarhúsnæðis og í dag. Hagstofa Íslands gefur út háspá, miðspá og lágspá fyrir mannfjöldaþróun sem leiðir af sér háspá, miðspá og lágspá HMS um stærð leigumarkaðar fram til ársins 2030,“ segir á vef HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29. október 2025 21:42 Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Forsætisráðherra segir fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sýna að hún þori og framkvæmi. Gengið sé í verk og gripið til aðgerða sem talað hafi verið um svo árum skipti. 29. október 2025 16:47 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en spá stofnunarinnar tekur tillit til stöðu aðfluttra á leigumarkaði og byggir á mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Áætlað er að um 28 prósent fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Á vef HMS segir að stærð leigumarkaðar hér á landi hafi verið verulega vanmetin þar sem búsetumælingar hafi ekki náð til aðfluttra íbúa nema að takmörkuðu leyti. „Nýlega lét HMS framkvæma sérstaka búsetumælingu meðal aðfluttra félagsmanna þriggja stéttarfélaga og í ljós kom að um 74% aðfluttra eru á leigumarkaði hér á landi samanborið við um 15% innfæddra íbúa. Að teknu tilliti til búsetu aðfluttra íbúa má ætla að um 28% fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Miðað við niðurstöður úr ársfjórðungslegum búsetumælingum má ætla að um 23% barna búi í leiguhúsnæði en um 76% búi í eignarhúsnæði. Heildarfjöldi íbúa á leigumarkaði gæti því verið í kringum 105 þúsund manns í ár. Samkvæmt árlegri leigumarkaðskönnun HMS fyrir árið 2025 bjuggu að meðaltali 2,1 einstaklingur í hverri leiguíbúð. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir að um það bil 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði hér á landi í ár. Fyrra mat HMS á fjölda heimila á leigumarkaði hljóðaði upp á u.þ.b. 35 þúsund íbúðir, en fjölgunin skýrist einna helst af því að fleiri eru á leigumarkaði en áður var talið. Þá er einnig rétt að nefna að fjöldi heimila á leigumarkaði stendur ekki endilega í beinu sambandi við opinbera talningu á fjölda íbúða. Þetta er vegna þess að í sumum tilvikum er verið að leigja húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði auk þess sem í öðrum tilfellum er einungis verið að leigja hluta úr fasteign,“ segir á vef HMS. Gætu orðið allt að 56 þúsund árið 2030 Miðað við nýja mannfjöldaspá Hagstofu Íslands áætlar HMS að heimilum á leigumarkaði gæti fjölgað um 4.400 til sex þúsund á næstu fimm árum. HMS „Spáin byggir á óbreyttu hlutfalli fullorðinna einstaklinga á leigumarkaði eftir aldursbilum út spátímabilið auk þess sem miðað er við óbreytta meðalheimilisstærð á leigumarkaði og að búseta barna dreifist með sambærilegum hætti á milli leigu- og eignarhúsnæðis og í dag. Hagstofa Íslands gefur út háspá, miðspá og lágspá fyrir mannfjöldaþróun sem leiðir af sér háspá, miðspá og lágspá HMS um stærð leigumarkaðar fram til ársins 2030,“ segir á vef HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29. október 2025 21:42 Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Forsætisráðherra segir fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sýna að hún þori og framkvæmi. Gengið sé í verk og gripið til aðgerða sem talað hafi verið um svo árum skipti. 29. október 2025 16:47 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29. október 2025 21:42
Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Forsætisráðherra segir fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sýna að hún þori og framkvæmi. Gengið sé í verk og gripið til aðgerða sem talað hafi verið um svo árum skipti. 29. október 2025 16:47