Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2025 15:52 Rannsóknin var hluti af mastersnámi Þórunnar. Samsett Mannekla meðal fangavarða á Íslandi hefur töluverð áhrif á tilfinningalíf þeirra en samstaða meðal varðanna vegur á móti álaginu. Þetta kemur fram í nýrri mastersrannsókn Laufeyjar Sifjar Ingólfsdóttur. Hún kynnti niðurstöðurnar í Þjóðarspeglinum í dag. „Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
„Ég vinn í þannig umhverfi sem trúnaður ríkir yfir starfinu, það getur komið ýmislegt upp og þú þarft að bera það á herðum þínum. Ég vinn þannig sjálf svo að það var kveikjan að grunninum,“ segir Laufey Sif Ingólfsdóttir, mastersnemi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í Háskólanum á Bifröst. Hún ákvað að rannsaka starf fangavarða þar sem málefni þeirra voru mikið til umræðu á þeim tíma. Engar nýlegar rannsóknir höfðu verið framkvæmdar á starfi fangavarða sem Laufey Sif fannst furðulegt. Eftir að hafa, með smá erfiðleikum, fundið átta fangaverði til að ræða við kom í ljós að þeir upplifa gríðarlegt álag í starfi sínu. „Það kom skýrt fram að andlegt álag er alveg klárlega viðvarandi,“ segir Laufey Sif. „Það er oftast nær ekki sýnilegt í starfinu, þeir þurfa oft að byggja upp brynju og vera eins konar veggur í starfinu. Margir lýstu álaginu sem bakgrunnshljóð, það er alltaf þarna.“ Mannekla spili stórt hlutverk hvað varði álag og streitu. Oft á tíðum þurfi fangaverðirnir að grípa vaktir fyrir kollega sína vegna til dæmis veikinda eða persónulegra aðstæðna. Laufey Sif segir helsta álagsmeinið vera sífelldar aukavaktir. Þrátt fyrir það upplifi fangaverðirnir að þeir hafi ákveðinn sveigjanleika í starfi og hafi tækifæri til að fara úr vinnu sé það nauðsynlegt. Hins vegar eykst álagið á aðra vegna þess. „Einn viðmælandi nefndi að sá aðili fann hægt og rólega fyrir því að ef maður tekur ekki heila helgi í frí þá hefur það áhrif,“ segir Laufey Sif. „En að sama skapi það sem að mér fannst áhugaverðast var að það er rosalega sterk samstaða í þessum starfsmannahóp svona heilt yfir og flestir nefndu að þeir væru ekki að þessu nema það væri svo frábært fólk að vinna með þeim.“ Stuðningur frá Fangelsismálastofnun skipti einnig sköpum þar sem fangaverðir fá fræðslu og ræða málin á jafningjagrundvelli. Þá sé í gangi ákveðin vitundarvakning í starfi fangavarðanna um álag og streitu, með nýliðun í faginu opnast umræðan. Laufey Sif kynnti rannsóknina sína á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Fangelsismál Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira