Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 19:15 Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. vísir/ívar Gervigreindarsmjaður er raunverulegt vandamál að mati vísindamanna. Forrit eigi það til að taka undir ranghugmyndir notenda en dósent í tölvunarfræði segir of snemmt að segja til um hvort það geti leitt til svokallaðs gervigreindargeðrofs. Vísindamenn hafa varað við svokölluðu gervigreindarsmjaðri eða „AI sycophancy“ sem geti brenglað skynjun og tilfinningu notenda fyrir raunveruleikanum. Smjaðrið felst í því að gervigreindin tekur undir allt það sem notandinn veltir upp án gagnrýni. Open AI sem á og rekur ChatGPT hefur viðurkennt að um vandamál sé að ræða. Dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands segir óvíst hvaða áhrif umræddur undirlægjuháttur hefur á notendur. „Það var til dæmis einn notandi sem sagði við Chat gpt, ég er með hugmynd, mig langar að selja skít á priki. Chat gpt sagði bara: Frábær hugmynd! Þú ættir að byrja að fjárfesta í þessu og fara lengra með þessa hugmynd og þetta er svona dæmi um þessa yfirdrifnu undirgefni þar sem gervigreindin bara staðfestir allt sem að þú segir við hana.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þessi skortur á ögrun getur orðið til þess að gervigreindin taki jafnvel undir ranghugmyndir. Hannes segir erfitt að segja til um hvort þetta geti valdið svokölluðu gervigreindargeðrofi. Mögulega geti þetta ýtt þeim sem eru þegar andlega veikir fram af brúninni. „Þá fer hún kannski að staðfesta meira það sem notandinn er að segja óháð því hvort það sé rétt eða ekki og þetta getur verið mjög hættulegt fyrir þá sem eru með ranghugmyndir eða eru að stefna í einhvers konar geðrof. Þá er gervigreindin farin að staðfesta ranghugmyndir þeirra og að auki er gervigreind núna komin með þannig minni að hún getur flett upp fyrri samræðum og þá getur fólk jafnvel haldið að það sé verið að ásækja þau.“ Getur þetta líka leitt til þess að fólk dragis enn frekar inn í þessa bergmálshella? „Það er alveg hægt að láta sér detta í hug að það gæti verið raunin.“ Frekari rannsókna er þörf. „Það er fólk með ranghugmyndir og kannski í geðrofi sem er að nota þessa tækni í dag og við bara vitum ekki hvort þessi tækni sé raunverulega að valda einhverjum skaða og í hvaða máli og hvað eigi að gera í því. Þá er bara spurningin hverjar verða afleiðingarnar?“ Nýlega birti Open AI tölur yfir hve margir ræða viðkvæm málefni við Chat GPT sem ættu mögulega betur heima hjá sérfræðingi. Hlutfall þeirra er undir einu prósenti. „Milljón af þessum notendum eru að ræða til dæmis sjálfssvíg og um það bil helmingur af þeim eru að ræða við gervigreindina á þann hátt að það er merki um að þau séu í geðrofsástand eða maníu eða þess háttar.“ Gervigreind Tækni Geðheilbrigði Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Vísindamenn hafa varað við svokölluðu gervigreindarsmjaðri eða „AI sycophancy“ sem geti brenglað skynjun og tilfinningu notenda fyrir raunveruleikanum. Smjaðrið felst í því að gervigreindin tekur undir allt það sem notandinn veltir upp án gagnrýni. Open AI sem á og rekur ChatGPT hefur viðurkennt að um vandamál sé að ræða. Dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands segir óvíst hvaða áhrif umræddur undirlægjuháttur hefur á notendur. „Það var til dæmis einn notandi sem sagði við Chat gpt, ég er með hugmynd, mig langar að selja skít á priki. Chat gpt sagði bara: Frábær hugmynd! Þú ættir að byrja að fjárfesta í þessu og fara lengra með þessa hugmynd og þetta er svona dæmi um þessa yfirdrifnu undirgefni þar sem gervigreindin bara staðfestir allt sem að þú segir við hana.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þessi skortur á ögrun getur orðið til þess að gervigreindin taki jafnvel undir ranghugmyndir. Hannes segir erfitt að segja til um hvort þetta geti valdið svokölluðu gervigreindargeðrofi. Mögulega geti þetta ýtt þeim sem eru þegar andlega veikir fram af brúninni. „Þá fer hún kannski að staðfesta meira það sem notandinn er að segja óháð því hvort það sé rétt eða ekki og þetta getur verið mjög hættulegt fyrir þá sem eru með ranghugmyndir eða eru að stefna í einhvers konar geðrof. Þá er gervigreindin farin að staðfesta ranghugmyndir þeirra og að auki er gervigreind núna komin með þannig minni að hún getur flett upp fyrri samræðum og þá getur fólk jafnvel haldið að það sé verið að ásækja þau.“ Getur þetta líka leitt til þess að fólk dragis enn frekar inn í þessa bergmálshella? „Það er alveg hægt að láta sér detta í hug að það gæti verið raunin.“ Frekari rannsókna er þörf. „Það er fólk með ranghugmyndir og kannski í geðrofi sem er að nota þessa tækni í dag og við bara vitum ekki hvort þessi tækni sé raunverulega að valda einhverjum skaða og í hvaða máli og hvað eigi að gera í því. Þá er bara spurningin hverjar verða afleiðingarnar?“ Nýlega birti Open AI tölur yfir hve margir ræða viðkvæm málefni við Chat GPT sem ættu mögulega betur heima hjá sérfræðingi. Hlutfall þeirra er undir einu prósenti. „Milljón af þessum notendum eru að ræða til dæmis sjálfssvíg og um það bil helmingur af þeim eru að ræða við gervigreindina á þann hátt að það er merki um að þau séu í geðrofsástand eða maníu eða þess háttar.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Tækni Geðheilbrigði Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent