Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2025 09:02 Sveindís Jane Jónsdóttir var á Íslandi þegar liðsfélagi hennar, Elizabeth Eddy, fékk umdeilda grein sína birta í New York Post í byrjun vikunnar. Samsett/Getty Grein sem fótboltakonan Elizabeth Eddy , liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Angel City, skrifaði í New York Post hefur valdið mikilli óánægju innan liðsins. Þar krafðist Eddy þess að settar yrðu skýrar reglur um að leikmenn úrvalsdeildar kvenna í Bandaríkjunum þyrftu að hafa fæðst með eggjastokka eða gengist undir kynjapróf. „Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við. Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
„Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við.
Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira