Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:16 Justin Dean, leikmaður Los Angeles Dodgers, hleypur að boltanum sem hafði fest undir veggnum. Samkvæmt reglum þurfti þá að stöðva leikinn. Getty/Gregory Shamus Við fáum leik hinn rómaða og ofurvinsæla leik sjö í World Series 2025, hreinan úrslitaleik á milli Los Angeles Dodgers og Toronto Blue Jays um bandaríska hafnaboltatitilinn í ár. Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025 Hafnabolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sjá meira
Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025
Hafnabolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sjá meira