Innlent

Breytingar sem litlu breyta og moksturs­menn þakka veður­guðunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir eru á dagskrá klukkan 12.
Hádegisfréttir eru á dagskrá klukkan 12.

Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Þar heyrum við einnig frá yfirmanni snjómokstursfólks í Reykjavík, sem prísar sig sælt með hlýindi næturinnar. Þótt snjó sé tekið að leysa verulega eru verkefnin áfram ærin.

Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Tango travel, sem hefur hætt starfsemi, segir fall Play hafa komið á versta mögulega tíma.

Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Fjallað verður um slagdaginn svokallaða í fréttatímanum.

Í sportinu ráða körfuboltinn og enski boltinn ríkjum, en stór hluti tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag.

Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×