Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 20:03 Bekkurinn var þétt skipaður í salnum í félagsheimilinu Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag en á annað hundrað sumarbústaðaeigendur mættu á fundinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu. Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira