Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 10:16 Tómas Bent Magnússon fagnar marki sínu í sigri Heart of Midlothian á móti Dundee. Getty/Roddy Scott Íslenski miðjumaðurinn Tómas Bent Magnússon opnaði markareikning sinn fyrir skoska úrvalsdeildarliðið Hearts í sigri á Dundee í gær. Hearts vann leikinn 4-0 og er með níu stiga forskot á Celtic á toppnum. Tómas Bent kom til liðsins frá Val í sumar og innsiglaði sigurinn með marki ellefu mínútum fyrir leiklok. Hann hafði komið inn á sem varamaður átta mínútum fyrr. Tómas Bent var tekinn í viðtal á samfélagsmiðlum Hearts eftir þennan tímamótaleik sinn. Hann var spurður hvort hann væri ekki mjög ánægður með að ná inn markinu. „Þetta er virkilega gott, virkilega gott,“ sagði Tómas Bent. „Ég hef átt nokkur skot í markið núna og það var gott að ná loksins að skora. Þetta var virkilega mikilvægur sigur. Ég meina, það er erfitt að fara á völlinn hjá St Mirren og það þýðir að stigið sem við náðum á útivelli í vikunni er gott stig núna eftir að við náðum í þessi þrjú stig í dag,“ sagði Tómas Spyrillinn talaði um mikilvægi þess að hafa líka gæðaleikmenn sem koma af bekknum. „Já, klárlega. Ég meina, við erum með virkilega góðan hóp. Allir leggja sitt af mörkum og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Tómas en hvernig hefur gengið hjá honum að koma sér fyrir í Edinburgh? „Jæja, ég er að flytja í þriðju íbúðina mína á þessum þremur mánuðum einmitt í dag. Fyrir utan það, þá er allt í fínu lagi,“ sagði Tómas. Tómas var spurður um það hvort hann hafi fengið skilaboð frá Íslandi eftir leikinn. „Ég sá bara ein: ‚Það þarf ekki að vera fallegt, en til hamingju með markið.' En já, ég fæ örugglega einhver skilaboð,“ sagði Tómas eins og má sjá hér fyrir neðan. 🗣 Tómas Bent Magnússon speaks to Hearts TV after scoring his first goal for the club in today's victory over Dundee. pic.twitter.com/eNNcrI3JvW— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) November 1, 2025 Skoski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Hearts vann leikinn 4-0 og er með níu stiga forskot á Celtic á toppnum. Tómas Bent kom til liðsins frá Val í sumar og innsiglaði sigurinn með marki ellefu mínútum fyrir leiklok. Hann hafði komið inn á sem varamaður átta mínútum fyrr. Tómas Bent var tekinn í viðtal á samfélagsmiðlum Hearts eftir þennan tímamótaleik sinn. Hann var spurður hvort hann væri ekki mjög ánægður með að ná inn markinu. „Þetta er virkilega gott, virkilega gott,“ sagði Tómas Bent. „Ég hef átt nokkur skot í markið núna og það var gott að ná loksins að skora. Þetta var virkilega mikilvægur sigur. Ég meina, það er erfitt að fara á völlinn hjá St Mirren og það þýðir að stigið sem við náðum á útivelli í vikunni er gott stig núna eftir að við náðum í þessi þrjú stig í dag,“ sagði Tómas Spyrillinn talaði um mikilvægi þess að hafa líka gæðaleikmenn sem koma af bekknum. „Já, klárlega. Ég meina, við erum með virkilega góðan hóp. Allir leggja sitt af mörkum og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Tómas en hvernig hefur gengið hjá honum að koma sér fyrir í Edinburgh? „Jæja, ég er að flytja í þriðju íbúðina mína á þessum þremur mánuðum einmitt í dag. Fyrir utan það, þá er allt í fínu lagi,“ sagði Tómas. Tómas var spurður um það hvort hann hafi fengið skilaboð frá Íslandi eftir leikinn. „Ég sá bara ein: ‚Það þarf ekki að vera fallegt, en til hamingju með markið.' En já, ég fæ örugglega einhver skilaboð,“ sagði Tómas eins og má sjá hér fyrir neðan. 🗣 Tómas Bent Magnússon speaks to Hearts TV after scoring his first goal for the club in today's victory over Dundee. pic.twitter.com/eNNcrI3JvW— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) November 1, 2025
Skoski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira