Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Valur Páll Eiríksson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 3. nóvember 2025 09:00 Liam Brady er ánægður með stöðu mála hjá Arsenal. vísir/bjarni Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. Liam Brady er goðsögn hjá Arsenal og er hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins. Hann lék á sínum tíma þrjú hundruð leiki fyrir félagið á árunum 1973 til 1980 og var yfirmaður unglingaliða félagsins í stjóratíð Arsene Wenger frá 1996 til 2013. Brady sá leik Arsenal við Burnley á laugardag ásamt íslenskum stuðningsmönnum Skyttanna en Arsenal er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Varnarleikur og mörk eftir föst leikatriði hafa verið einkennismerki Arsenal-liðsins sem fékk ekki á sig eitt einasta mark allan október og fylgdi því eftir með því að halda hreinu í sigri laugardagsins. „Ég held að Arsenal sé núna með lið sem jafnast á við hvað sem er á Englandi. Fyrir utan úrslitin gegn Liverpool, þar sem við töpuðum, 1-0, og undramark varð okkur að falli, höfum við spilað mjög vel og verðskuldum efsta sætið í deildinni,“ sagði Brady í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir Arsenal spila góðan varnarleik og liðið sé þétt fyrir. „Við erum mjög sterkir í vörn með Gabriel og [William] Saliba sem miðverði. Það er næstum hægt að segja að þetta sé eins og í gamla daga hjá Arsenal, ef við náum marki þá vinnum við sennilega leikinn, 1-0 fyrir Arsenal,“ sagði Brady. Hann er þó ekki á því að Skytturnar spili varfærnislegan fótbolta. „Það finnst mér ekki. Ef við lítum á tölfræðina í gær [í fyrradag] held ég að við höfum verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Ég held ekki að það sé neikvæður fótbolti þegar maður er svona mikið með boltann,“ sagði Brady. „En við verjumst vel og allir leggja sig fram. Þegar við missum boltann leggja sig allir fram við að ná boltanum aftur. Okkur gengur mjög vel og ég myndi ekki kalla þetta neikvæðan fótbolta. Það væri heimskulegt.“ Fréttina frá því í gær má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo horfa á viðtalið við Brady í heild sinni. Klippa: Viðtal við Liam Brady Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Liam Brady er goðsögn hjá Arsenal og er hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins. Hann lék á sínum tíma þrjú hundruð leiki fyrir félagið á árunum 1973 til 1980 og var yfirmaður unglingaliða félagsins í stjóratíð Arsene Wenger frá 1996 til 2013. Brady sá leik Arsenal við Burnley á laugardag ásamt íslenskum stuðningsmönnum Skyttanna en Arsenal er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Varnarleikur og mörk eftir föst leikatriði hafa verið einkennismerki Arsenal-liðsins sem fékk ekki á sig eitt einasta mark allan október og fylgdi því eftir með því að halda hreinu í sigri laugardagsins. „Ég held að Arsenal sé núna með lið sem jafnast á við hvað sem er á Englandi. Fyrir utan úrslitin gegn Liverpool, þar sem við töpuðum, 1-0, og undramark varð okkur að falli, höfum við spilað mjög vel og verðskuldum efsta sætið í deildinni,“ sagði Brady í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir Arsenal spila góðan varnarleik og liðið sé þétt fyrir. „Við erum mjög sterkir í vörn með Gabriel og [William] Saliba sem miðverði. Það er næstum hægt að segja að þetta sé eins og í gamla daga hjá Arsenal, ef við náum marki þá vinnum við sennilega leikinn, 1-0 fyrir Arsenal,“ sagði Brady. Hann er þó ekki á því að Skytturnar spili varfærnislegan fótbolta. „Það finnst mér ekki. Ef við lítum á tölfræðina í gær [í fyrradag] held ég að við höfum verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Ég held ekki að það sé neikvæður fótbolti þegar maður er svona mikið með boltann,“ sagði Brady. „En við verjumst vel og allir leggja sig fram. Þegar við missum boltann leggja sig allir fram við að ná boltanum aftur. Okkur gengur mjög vel og ég myndi ekki kalla þetta neikvæðan fótbolta. Það væri heimskulegt.“ Fréttina frá því í gær má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo horfa á viðtalið við Brady í heild sinni. Klippa: Viðtal við Liam Brady
Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira