Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar 4. nóvember 2025 07:04 Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Íslenska krónan Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar