„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2025 15:02 Einar Þorsteinsson gefur lítið fyrir fjárhagsáætlun meirihluta Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira