Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 15:30 Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun