„Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Óskar og Pablo ætla sér stórræði á Ásvöllum. vísir / lýður valberg Óskar Örn Hauksson og Pablo Punyed hafa tekið við störfum hjá Haukum og vilja koma félaginu á kortið í íslenskum fótbolta. Óskar og Pablo eiga báðir langa og mjög sigursæla ferla sem leikmenn, samanlagt hafa þeir sextán sinnum orðið Íslands- eða bikarmeistarar. Nú tekur við nýr kafli, hjá Haukum, en þeir verða aðstoðarþjálfarar liðsins í 2. deildinni á næsta ári. „Þetta er tækifæri fyrir okkur báða, að halda áfram að vaxa og við komum bara inn í þetta starf fagnandi“ segir Pablo, spenntur að hefja þjálfaraferilinn. „Og svo það sé sagt um Hauka, það eru ekki mörg lið, á þessum tímapunkti, sem eru jafn spennandi“ segir Óskar Örn, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi Víkings síðustu tvö ár. Sigursælasta þjálfarateymi landsins Ásamt þeim í þjálfarateyminu verður Daði Lárusson markmannsþjálfari. Daði er margfaldur Íslandsmeistari sem varði mark FH á gullaldartíma félagsins og hefur starfað sem þjálfari síðan skórnir fóru á hilluna. Aðalþjálfari liðsins verður svo Guðjón Pétur Lýðsson, uppalinn Haukamaður sem á að baki rúmlega fimm hundruð meistaraflokksleiki fyrir fjölda félaga og var meðal annars lykilmaður í Valsliðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Þegar litið er til leikja- og titlafjölda á leikmannaferlinum munu Haukar því eflaust búa yfir reynslumesta þjálfarateymi landsins og þeir eru spenntir að miðla sinni reynslu. „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið, það er stundum eins og fólk á Íslandi gleymi að Haukar séu til í fótbolta. Þeir hafa náð góðum árangri í handbolta og körfubolta, karla og kvenna, og okkur langar til að taka þátt í þannig árangri knattspyrnumegin“ segir Pablo. Alls ekki hættur og ekki alveg hættur Skórnir eru ekki farnir upp á hillu hjá Pablo, hann verður spilandi aðstoðarþjálfari, og væntanlega þá einn besti leikmaður 2. deildarinnar. Óskar Örn er hins vegar hættur að spila, en hefur þó ekki endanlega lagt skóna á hilluna. „Það er allavega ekki kominn neinn Facebook-status um það. Ég er ekkert formlega hættur, en það er ekkert endilega planið að spila neitt. Ég er hérna fyrst og fremst sem aðstoðarþjálfari Gauja, en Pablo er hugsaður sem lykilmaður í liðinu. Við sjáum til“ segir Óskar. Fjallað var um aðstoðarþjálfara Hauka í Sportpakkanum í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Örn og Pablo Punyed teknir við störfum hjá Haukum Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Óskar og Pablo eiga báðir langa og mjög sigursæla ferla sem leikmenn, samanlagt hafa þeir sextán sinnum orðið Íslands- eða bikarmeistarar. Nú tekur við nýr kafli, hjá Haukum, en þeir verða aðstoðarþjálfarar liðsins í 2. deildinni á næsta ári. „Þetta er tækifæri fyrir okkur báða, að halda áfram að vaxa og við komum bara inn í þetta starf fagnandi“ segir Pablo, spenntur að hefja þjálfaraferilinn. „Og svo það sé sagt um Hauka, það eru ekki mörg lið, á þessum tímapunkti, sem eru jafn spennandi“ segir Óskar Örn, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi Víkings síðustu tvö ár. Sigursælasta þjálfarateymi landsins Ásamt þeim í þjálfarateyminu verður Daði Lárusson markmannsþjálfari. Daði er margfaldur Íslandsmeistari sem varði mark FH á gullaldartíma félagsins og hefur starfað sem þjálfari síðan skórnir fóru á hilluna. Aðalþjálfari liðsins verður svo Guðjón Pétur Lýðsson, uppalinn Haukamaður sem á að baki rúmlega fimm hundruð meistaraflokksleiki fyrir fjölda félaga og var meðal annars lykilmaður í Valsliðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Þegar litið er til leikja- og titlafjölda á leikmannaferlinum munu Haukar því eflaust búa yfir reynslumesta þjálfarateymi landsins og þeir eru spenntir að miðla sinni reynslu. „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið, það er stundum eins og fólk á Íslandi gleymi að Haukar séu til í fótbolta. Þeir hafa náð góðum árangri í handbolta og körfubolta, karla og kvenna, og okkur langar til að taka þátt í þannig árangri knattspyrnumegin“ segir Pablo. Alls ekki hættur og ekki alveg hættur Skórnir eru ekki farnir upp á hillu hjá Pablo, hann verður spilandi aðstoðarþjálfari, og væntanlega þá einn besti leikmaður 2. deildarinnar. Óskar Örn er hins vegar hættur að spila, en hefur þó ekki endanlega lagt skóna á hilluna. „Það er allavega ekki kominn neinn Facebook-status um það. Ég er ekkert formlega hættur, en það er ekkert endilega planið að spila neitt. Ég er hérna fyrst og fremst sem aðstoðarþjálfari Gauja, en Pablo er hugsaður sem lykilmaður í liðinu. Við sjáum til“ segir Óskar. Fjallað var um aðstoðarþjálfara Hauka í Sportpakkanum í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Örn og Pablo Punyed teknir við störfum hjá Haukum
Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira