„Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Óskar og Pablo ætla sér stórræði á Ásvöllum. vísir / lýður valberg Óskar Örn Hauksson og Pablo Punyed hafa tekið við störfum hjá Haukum og vilja koma félaginu á kortið í íslenskum fótbolta. Óskar og Pablo eiga báðir langa og mjög sigursæla ferla sem leikmenn, samanlagt hafa þeir sextán sinnum orðið Íslands- eða bikarmeistarar. Nú tekur við nýr kafli, hjá Haukum, en þeir verða aðstoðarþjálfarar liðsins í 2. deildinni á næsta ári. „Þetta er tækifæri fyrir okkur báða, að halda áfram að vaxa og við komum bara inn í þetta starf fagnandi“ segir Pablo, spenntur að hefja þjálfaraferilinn. „Og svo það sé sagt um Hauka, það eru ekki mörg lið, á þessum tímapunkti, sem eru jafn spennandi“ segir Óskar Örn, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi Víkings síðustu tvö ár. Sigursælasta þjálfarateymi landsins Ásamt þeim í þjálfarateyminu verður Daði Lárusson markmannsþjálfari. Daði er margfaldur Íslandsmeistari sem varði mark FH á gullaldartíma félagsins og hefur starfað sem þjálfari síðan skórnir fóru á hilluna. Aðalþjálfari liðsins verður svo Guðjón Pétur Lýðsson, uppalinn Haukamaður sem á að baki rúmlega fimm hundruð meistaraflokksleiki fyrir fjölda félaga og var meðal annars lykilmaður í Valsliðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Þegar litið er til leikja- og titlafjölda á leikmannaferlinum munu Haukar því eflaust búa yfir reynslumesta þjálfarateymi landsins og þeir eru spenntir að miðla sinni reynslu. „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið, það er stundum eins og fólk á Íslandi gleymi að Haukar séu til í fótbolta. Þeir hafa náð góðum árangri í handbolta og körfubolta, karla og kvenna, og okkur langar til að taka þátt í þannig árangri knattspyrnumegin“ segir Pablo. Alls ekki hættur og ekki alveg hættur Skórnir eru ekki farnir upp á hillu hjá Pablo, hann verður spilandi aðstoðarþjálfari, og væntanlega þá einn besti leikmaður 2. deildarinnar. Óskar Örn er hins vegar hættur að spila, en hefur þó ekki endanlega lagt skóna á hilluna. „Það er allavega ekki kominn neinn Facebook-status um það. Ég er ekkert formlega hættur, en það er ekkert endilega planið að spila neitt. Ég er hérna fyrst og fremst sem aðstoðarþjálfari Gauja, en Pablo er hugsaður sem lykilmaður í liðinu. Við sjáum til“ segir Óskar. Fjallað var um aðstoðarþjálfara Hauka í Sportpakkanum í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Örn og Pablo Punyed teknir við störfum hjá Haukum Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Óskar og Pablo eiga báðir langa og mjög sigursæla ferla sem leikmenn, samanlagt hafa þeir sextán sinnum orðið Íslands- eða bikarmeistarar. Nú tekur við nýr kafli, hjá Haukum, en þeir verða aðstoðarþjálfarar liðsins í 2. deildinni á næsta ári. „Þetta er tækifæri fyrir okkur báða, að halda áfram að vaxa og við komum bara inn í þetta starf fagnandi“ segir Pablo, spenntur að hefja þjálfaraferilinn. „Og svo það sé sagt um Hauka, það eru ekki mörg lið, á þessum tímapunkti, sem eru jafn spennandi“ segir Óskar Örn, sem hefur verið hluti af þjálfarateymi Víkings síðustu tvö ár. Sigursælasta þjálfarateymi landsins Ásamt þeim í þjálfarateyminu verður Daði Lárusson markmannsþjálfari. Daði er margfaldur Íslandsmeistari sem varði mark FH á gullaldartíma félagsins og hefur starfað sem þjálfari síðan skórnir fóru á hilluna. Aðalþjálfari liðsins verður svo Guðjón Pétur Lýðsson, uppalinn Haukamaður sem á að baki rúmlega fimm hundruð meistaraflokksleiki fyrir fjölda félaga og var meðal annars lykilmaður í Valsliðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Þegar litið er til leikja- og titlafjölda á leikmannaferlinum munu Haukar því eflaust búa yfir reynslumesta þjálfarateymi landsins og þeir eru spenntir að miðla sinni reynslu. „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið, það er stundum eins og fólk á Íslandi gleymi að Haukar séu til í fótbolta. Þeir hafa náð góðum árangri í handbolta og körfubolta, karla og kvenna, og okkur langar til að taka þátt í þannig árangri knattspyrnumegin“ segir Pablo. Alls ekki hættur og ekki alveg hættur Skórnir eru ekki farnir upp á hillu hjá Pablo, hann verður spilandi aðstoðarþjálfari, og væntanlega þá einn besti leikmaður 2. deildarinnar. Óskar Örn er hins vegar hættur að spila, en hefur þó ekki endanlega lagt skóna á hilluna. „Það er allavega ekki kominn neinn Facebook-status um það. Ég er ekkert formlega hættur, en það er ekkert endilega planið að spila neitt. Ég er hérna fyrst og fremst sem aðstoðarþjálfari Gauja, en Pablo er hugsaður sem lykilmaður í liðinu. Við sjáum til“ segir Óskar. Fjallað var um aðstoðarþjálfara Hauka í Sportpakkanum í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Örn og Pablo Punyed teknir við störfum hjá Haukum
Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira