Fótbolti

Segir Amorim ekki geta gert krafta­verk

Siggeir Ævarsson skrifar
Slakt gengi Manchester United gerir Ronaldo dapran.
Slakt gengi Manchester United gerir Ronaldo dapran. Vísir/Getty

Cristiano Ronaldo fór um víðan völl í viðtali við Piers Morgan á dögunum og ræddi meðal annars um að hann hefði töluverða samúð með sínu gamla félagi Manchester United.

„Ég er sorgmæddur því félagið er eitt mikilvægasta lið í heiminum, og lið sem á sér ennþá stað í hjarta mínu.“

„Akkúrat núna skortir Manchester United strúktúr. Ég vona að það breytist í nánustu framtíð, því þetta er félag með ótrúlega möguleika. Þetta er einn mikilvægasti klúbbur aldarinnar.“

Hann viðurkenndi einnig fúslega að hann hefði samúð með Ruben Amorim, stjóra United, en hann væri enginn kraftaverkamaður.

„Hann er að gera sitt besta, en hvað á hann að gera? Kraftverk? Kraftaverk eru ómöguleg. Þú gerir engin kraftaverk. Meira að segja leikmennirnir. Manchester United er með góða leikmenn en sumir þeirra eru ekki með rétt hugarfarið til að spila fyrir Manchester United.“

Þó vildi hann ekki skella allri skuldinni á þjálfarann og leikmenn.

„Við verðum að vera heiðarlegir, líta á stöðuna og segja: „Þeir eru ekki á réttri braut og það verður að breytast.“ Og það á ekki einungis við um þjálfarann og leikmennina að mínu mati.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×