Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 10:01 Garðar Atli Jóhannsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Verkþekkingu Bylgjan Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila. Algengi galla í nýbyggingum og staðan í byggingariðnaði var til umræðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Garðar Atli Jóhannsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Verkþekkingu, var til viðtals. Ríkisstjórnin hefur boðað breytingar á byggingareftirliti þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Garðar Atli sér kosti og galla við þá leið sem hafi komið til tals þar sem eftirlit yrði fært á hendur einkaaðila. „Ég persónulega sé að það eru kostir og gallar við þetta. Gallarnir eru aðallega að ég tel að stóru stofurnar verði einræðisherrar í þessu,“ segir Garðar. Það geti verið erfitt að fá samþykkt byggingaleyfi og getur tekið langan tíma að fá byggingarfulltrúa á staðinn til að gera öryggis- og lokaúttektir. „Ég held að þetta vandamál leysist ekki með því að færa þetta yfir á [verkfræði]stofurnar. Ég held að það verði bara meiri tímapressa og þetta taki ennþá meiri tíma með auknum kostnaði fyrir fólk í framkvæmdum,“ segir Garðar til að mynda um þá galla sem hann sér við fyrirkomulagið. Þannig geti að hans mat ferlið orðið dýrara. Hins vegar séu ákveðnir gallar á kerfinu eins og það er í dag, þótt það hafi batnað nokkuð á síðustu árum. Þáttarstjórnandi benti á að það hafi verið gagnrýnt að verktakar geti sjálfir ráðið til sín byggingastjóra sem geri úttektir og þannig geti verið erfitt fyrir byggingarstjóra að gagnrýna eða gera athugasemdir við verktakann sem síðan greiðir honum sjálfum laun. „Já, það er meingallað. Það er til dæmis kosturinn við að færa þetta yfir á einkaaðila, til dæmis eins og stofurnar, eða fólk eins og mig,“ segir Garðar. Eftirliti á hönnunarstigi ábótavant Hann taki undir með þeim sem hafa bent á að auka þurfi hönnunareftirlit. „Það kemur fram í grein sem ég las í gær að sjötíu prósent af göllum eru útaf ráðgjöf og eftirliti. Sem sagt hönnunargallar sem að skila sig út í framkvæmdirnar.“ Hönnunarferlið þurfi að hefjast fyrr og megi fá lengri tíma í undirbúningi. „Við erum að flýta okkur svo rosalega mikið. Við erum oft að hefja byggingar án þess að vera með klára hönnun,“ segir Garðar. Þáttarstjórnandi rifjaði upp að prófessor hjá háskólanum hafi sagt í viðtali við Bítið í síðustu viku um að 90% af nýbyggingum í dag séu gallaðar. Garðar telur að það megi að stórum hluta rekja til hönnunargalla og skorts á eftirliti. Græðgin sé einnig vandamál Spurður hvers vegna þessi staða sé uppi segist Garðar telja að rekja megi fljótfærnina sem viðgangist í byggingariðnaði og öllu því ferli megi rekja aftur til fjármálahrunsins. Þá hafi verið hér fjöldinn allur af ókláruðum og ófrágengnum byggingum sem þurfti einhvern veginn að klára. „Svo þegar sprengjan kom aftur og við þurftum að byggja meira þá fórum við að flýta okkur svo mikið. Og græðgin til að græða sem mest á sem skemmstum tíma var bara svo mikil,“ segir Garðar. Ríkisstjórnin kynnti sinn fyrsta húsnæðispakka í síðustu viku en Garðar segir að hljóð og mynd fari að sínu mati ekki að öllu leyti saman, til að mynda hvað varðar boðaða uppbyggingu fjögur þúsund nýrra íbúða í Úlfarsárdal. „Hvernig ætlarðu að koma öllum þessum nýju íbúum út á stofnæðina, hvar er Sundabrautin?“ Byggingariðnaður Húsnæðismál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Algengi galla í nýbyggingum og staðan í byggingariðnaði var til umræðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Garðar Atli Jóhannsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Verkþekkingu, var til viðtals. Ríkisstjórnin hefur boðað breytingar á byggingareftirliti þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Garðar Atli sér kosti og galla við þá leið sem hafi komið til tals þar sem eftirlit yrði fært á hendur einkaaðila. „Ég persónulega sé að það eru kostir og gallar við þetta. Gallarnir eru aðallega að ég tel að stóru stofurnar verði einræðisherrar í þessu,“ segir Garðar. Það geti verið erfitt að fá samþykkt byggingaleyfi og getur tekið langan tíma að fá byggingarfulltrúa á staðinn til að gera öryggis- og lokaúttektir. „Ég held að þetta vandamál leysist ekki með því að færa þetta yfir á [verkfræði]stofurnar. Ég held að það verði bara meiri tímapressa og þetta taki ennþá meiri tíma með auknum kostnaði fyrir fólk í framkvæmdum,“ segir Garðar til að mynda um þá galla sem hann sér við fyrirkomulagið. Þannig geti að hans mat ferlið orðið dýrara. Hins vegar séu ákveðnir gallar á kerfinu eins og það er í dag, þótt það hafi batnað nokkuð á síðustu árum. Þáttarstjórnandi benti á að það hafi verið gagnrýnt að verktakar geti sjálfir ráðið til sín byggingastjóra sem geri úttektir og þannig geti verið erfitt fyrir byggingarstjóra að gagnrýna eða gera athugasemdir við verktakann sem síðan greiðir honum sjálfum laun. „Já, það er meingallað. Það er til dæmis kosturinn við að færa þetta yfir á einkaaðila, til dæmis eins og stofurnar, eða fólk eins og mig,“ segir Garðar. Eftirliti á hönnunarstigi ábótavant Hann taki undir með þeim sem hafa bent á að auka þurfi hönnunareftirlit. „Það kemur fram í grein sem ég las í gær að sjötíu prósent af göllum eru útaf ráðgjöf og eftirliti. Sem sagt hönnunargallar sem að skila sig út í framkvæmdirnar.“ Hönnunarferlið þurfi að hefjast fyrr og megi fá lengri tíma í undirbúningi. „Við erum að flýta okkur svo rosalega mikið. Við erum oft að hefja byggingar án þess að vera með klára hönnun,“ segir Garðar. Þáttarstjórnandi rifjaði upp að prófessor hjá háskólanum hafi sagt í viðtali við Bítið í síðustu viku um að 90% af nýbyggingum í dag séu gallaðar. Garðar telur að það megi að stórum hluta rekja til hönnunargalla og skorts á eftirliti. Græðgin sé einnig vandamál Spurður hvers vegna þessi staða sé uppi segist Garðar telja að rekja megi fljótfærnina sem viðgangist í byggingariðnaði og öllu því ferli megi rekja aftur til fjármálahrunsins. Þá hafi verið hér fjöldinn allur af ókláruðum og ófrágengnum byggingum sem þurfti einhvern veginn að klára. „Svo þegar sprengjan kom aftur og við þurftum að byggja meira þá fórum við að flýta okkur svo mikið. Og græðgin til að græða sem mest á sem skemmstum tíma var bara svo mikil,“ segir Garðar. Ríkisstjórnin kynnti sinn fyrsta húsnæðispakka í síðustu viku en Garðar segir að hljóð og mynd fari að sínu mati ekki að öllu leyti saman, til að mynda hvað varðar boðaða uppbyggingu fjögur þúsund nýrra íbúða í Úlfarsárdal. „Hvernig ætlarðu að koma öllum þessum nýju íbúum út á stofnæðina, hvar er Sundabrautin?“
Byggingariðnaður Húsnæðismál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?