Innlent

Rætt við ráð­herra sem svarar gagn­rýni og ósáttan Lit­háa sem flæktist í bankaránið um­fangs­mikla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum heyrum við í atvinnuvegaráðherra um stöðuna í ferðaþjónustunni en forstjóri Icelandair sagði í kvöldfréttum okkar í gær að stjórnvöld ættu að gera þveröfugt við það sem þau hafa boðað.

Einnig verður rætt við mann frá Litháen sem virðist hafa flækst inn í hið viðamikla bankarán sem upp komst um á dögunum þegar óprúttnir aðilar náðu að taka hundruð milljóna út af reikningum án þess að innistæða væri fyrir því. Viðmælandi okkar býr nú við það að reikningar hans hafa alfarið verið frystir, því hann seldi einum ræningjanum bílinn sinn.  

Þá verðum við á bökkum Elliðaánna þar sem sölu á Neyðarkalli ársins verður hleypt af stokkunum. 

Í íþróttapakka dagsins förum við yfir úrslitin í Meistaradeildinni heyrum í landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×