Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar 6. nóvember 2025 08:03 Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar