Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar 5. nóvember 2025 20:33 Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar