Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 20:40 Þjófarnir eru sagðir leita uppi fólk sem er eitt á ferð og fylgjast með þeim greiða í verslunum, til að sjá PIN-númer þeirra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta. Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á. Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á.
Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50
Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03