Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 07:32 Jason Wilcox sést hér með Benjamin Sesko þegar Slóveninn var kynntur sem nýr leikmaður Manchester United. Getty/Manchester United Jason Wilcox er yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United og hann hefur tjáð sig um sína framtíðarsýn á eitt frægasta og farsælasta fótboltalið heims. Wilcox segir að félagið sé að byggja upp óeigingjarnt og vinnusamt lið fyrir Ruben Amorim, frekar en að reyna að „setja saman Harlem Globetrotters-lið“. Rauðu djöflarnir enduðu í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili sem er slakasti árangur félagsins í efstu deild síðan 1974. United tapaði líka úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Tottenham og komst því ekki í Evrópukeppni. Leikmannahópur United hefur síðan tekið talsverðum breytingum. Þekkt nöfn eins og Alejandro Garnacho og Marcus Rashford hafa farið frá liðinu á meðan Matheus Cunha, Bryan Mbeumo, Benjamin Sesko og Senne Lammens hafa komið til United. 🚨🗣️ Jason Wilcox on the importance of bringing the right characters into #MUFC: "It is not about putting the Harlem Globetrotters together. If I look at successful Man United teams, there were very functional players that would die for the badge and there were some mavericks.… pic.twitter.com/qZQKEm8BUg— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) November 5, 2025 Nýtt lið Amorim situr nú í áttunda sæti deildarinnar en er aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti. Wilcox telur að sumarkaupin muni hjálpa þeim að komast aftur á toppinn. Réttu karakterarnir „Það er svo mikilvægt að fá réttu karakterana,“ sagði Jason Wilcox í hlaðvarpinu Inside Carrington. „Ég held að maður verði að fá inn leikmenn sem koma með eitthvað nýtt inn í búningsklefann,“ „En það mikilvægasta er að þegar við fáum leikmann þá verður hann að vilja bæta sig, hann verður að vera liðsmaður og skilja hvað það þýðir að vera hluti af sigursælu liði,“ sagði Wilcox. „Þetta snýst ekki um að setja saman Harlem Globetrotters. Ef ég lít á sigursæl lið Man United, þá voru þar mjög hagnýtir leikmenn sem myndu deyja fyrir merkið og svo voru þar nokkrir sérvitringar. Þú nefnir [Eric] Cantona, en þegar maður heyrir einhvern tala um hann þá var hann algjör fagmaður,“ sagði Jason Wilcox. „Þetta eru stöðugir fundir með mér og Ruben, með [ráðningarstjóranum] Chris Vivell, með teyminu hans, þar sem við erum með mjög skýra sýn á þær leikmannagerðir sem við þurfum. Þannig að fyrirmælin koma frá mér og Ruben og fara til Chris,“ sagði Wilcox. Stöðugt samtal „Mikið er rætt og rökrætt um þær leikmannagerðir sem við þurfum, og svo fara njósnararnir út á markaðinn, við sameinum það með gagnateyminu og það verður bara stöðugt samtal,“ sagði Wilcox. „Þegar við semjum við leikmann eru svo margir sem koma að ferlinu. Gagnateymið tekur þátt í ferlinu og við beinum síðan allri athygli okkar að ákveðnum leikmönnum. Það er síðan mjög mikilvægt að við könnum bakgrunn þeirra til að sjá hvort þeir séu fagmenn sem lifa heilbrigðu lífi,“ sagði Wilcox. Man United director of football Jason Wilcox has said the club has "got to remain calm and understand that they're heading in a positive direction" 🔴Wilcox referenced the signing of Eric Cantona and said the club can't just "put the Harlem Globetrotters together". pic.twitter.com/whz3OHjujZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 5, 2025 Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Wilcox segir að félagið sé að byggja upp óeigingjarnt og vinnusamt lið fyrir Ruben Amorim, frekar en að reyna að „setja saman Harlem Globetrotters-lið“. Rauðu djöflarnir enduðu í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili sem er slakasti árangur félagsins í efstu deild síðan 1974. United tapaði líka úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Tottenham og komst því ekki í Evrópukeppni. Leikmannahópur United hefur síðan tekið talsverðum breytingum. Þekkt nöfn eins og Alejandro Garnacho og Marcus Rashford hafa farið frá liðinu á meðan Matheus Cunha, Bryan Mbeumo, Benjamin Sesko og Senne Lammens hafa komið til United. 🚨🗣️ Jason Wilcox on the importance of bringing the right characters into #MUFC: "It is not about putting the Harlem Globetrotters together. If I look at successful Man United teams, there were very functional players that would die for the badge and there were some mavericks.… pic.twitter.com/qZQKEm8BUg— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) November 5, 2025 Nýtt lið Amorim situr nú í áttunda sæti deildarinnar en er aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti. Wilcox telur að sumarkaupin muni hjálpa þeim að komast aftur á toppinn. Réttu karakterarnir „Það er svo mikilvægt að fá réttu karakterana,“ sagði Jason Wilcox í hlaðvarpinu Inside Carrington. „Ég held að maður verði að fá inn leikmenn sem koma með eitthvað nýtt inn í búningsklefann,“ „En það mikilvægasta er að þegar við fáum leikmann þá verður hann að vilja bæta sig, hann verður að vera liðsmaður og skilja hvað það þýðir að vera hluti af sigursælu liði,“ sagði Wilcox. „Þetta snýst ekki um að setja saman Harlem Globetrotters. Ef ég lít á sigursæl lið Man United, þá voru þar mjög hagnýtir leikmenn sem myndu deyja fyrir merkið og svo voru þar nokkrir sérvitringar. Þú nefnir [Eric] Cantona, en þegar maður heyrir einhvern tala um hann þá var hann algjör fagmaður,“ sagði Jason Wilcox. „Þetta eru stöðugir fundir með mér og Ruben, með [ráðningarstjóranum] Chris Vivell, með teyminu hans, þar sem við erum með mjög skýra sýn á þær leikmannagerðir sem við þurfum. Þannig að fyrirmælin koma frá mér og Ruben og fara til Chris,“ sagði Wilcox. Stöðugt samtal „Mikið er rætt og rökrætt um þær leikmannagerðir sem við þurfum, og svo fara njósnararnir út á markaðinn, við sameinum það með gagnateyminu og það verður bara stöðugt samtal,“ sagði Wilcox. „Þegar við semjum við leikmann eru svo margir sem koma að ferlinu. Gagnateymið tekur þátt í ferlinu og við beinum síðan allri athygli okkar að ákveðnum leikmönnum. Það er síðan mjög mikilvægt að við könnum bakgrunn þeirra til að sjá hvort þeir séu fagmenn sem lifa heilbrigðu lífi,“ sagði Wilcox. Man United director of football Jason Wilcox has said the club has "got to remain calm and understand that they're heading in a positive direction" 🔴Wilcox referenced the signing of Eric Cantona and said the club can't just "put the Harlem Globetrotters together". pic.twitter.com/whz3OHjujZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 5, 2025
Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira