Innlent

Hand­teknir fyrir að hafa í hótunum við leigu­bíl­stjóra

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fimm gistu fangageymslur lögreglu í morgunsárið.
Fimm gistu fangageymslur lögreglu í morgunsárið. Vísir/Einar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn í gærkvöldi eða nótt sem eru grunaðir um hótanir, fjársvik og vopnalagabrot. Eru mennirnir sagðir hafa hótað leigubílstjóra, eftir að þeir neituðu að greiða fyrir akstur.

Mennirnir höfðu sig á brott af vettvangi eftir atvikið en voru handteknir síðar.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Tveir voru handteknir vegna slagsmála í austurhluta Reykjavíkur en sleppt skömmu síðar. Þá voru þrír handteknir grunaðir um fíkniefnamisferli en fíkniefni fundust á heimili mannanna.

Lögregla var einnig kölluð til vegna innbrots í bifreið og vegna elds í íbúð. Talsvert tjón varð vegna eldsins. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps þar sem bifreið var ekið inn í hlið annarar bifreiðar. Einn slasaðist en leitaði sjálfur á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×