Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2025 11:04 Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri segir málið til rannsóknar. Vísir/Ívar/Vilhelm Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að líkamsárásin sé til rannsóknar hjá lögreglu. DV greindi fyrst frá. Unnar segir um hóp ungmenna að ræða sem veist hafi að öðru ungmenni á bílastæðinu fyrir utan verslunarmiðstöðina. Árásarmaðurinn er að sögn Unnars ekki orðinn fimmtán ára. Rannsókn málsins sé á frumstigi. Hrinti eldri konu til að ná til drengsins Lilja Sigurgeirsdóttir einkaþjálfari var á leið í ræktina í Kringlunni í gær þegar hún varð vitni að árásinni. Hún var að ná í töskuna sína í aftursætið þegar hún heyrði í drengnum öskra á bílaplaninu. „Þá sé ég hann þarna liggjandi á bílaplaninu,“ segir Lilja sem segir að tvær konur á besta aldri hafi jafnframt orðið vitni að árásinni. Árásarmaðurinn hafi hrint annarri þeirra til þess að komast að drengnum. „Hann var náttúrulega í gífurlegu sjokki þarna, sagðist ekki þekkja þá neitt og hafa fundið að þeir væru að elta sig.“ Fastagestir í Kringlunni Þeir hafi á undan ógnað drengnum með hníf en Lilja segir drenginn hafa verið blóðugan þar sem hann lá á bílaplaninu. Lilja segir að öryggisverðir sem hún hafi rætt við hafi sagt að hópurinn sem um ræðir séu fastagestir í Kringlunni. „Hann sagði mér að þeir vissu alveg hverjir þetta væru, það er eins og strákurinn hafi bara verið óheppinn að hafa verið þarna á sama tíma og þeir,“ segir Lilja sem bætir því við að atvikið sitji mjög í henni. „Hversu ömurlegt er að hugsa til þess að ungmennin okkar séu ekki óhult fyrir hóp af ofbeldisfullum unglingum sem gera sér það að leik að vera ógeðslegir viðgangandi vegfarendur bara af því bara?“ Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Lögreglumál Reykjavík Kringlan Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að líkamsárásin sé til rannsóknar hjá lögreglu. DV greindi fyrst frá. Unnar segir um hóp ungmenna að ræða sem veist hafi að öðru ungmenni á bílastæðinu fyrir utan verslunarmiðstöðina. Árásarmaðurinn er að sögn Unnars ekki orðinn fimmtán ára. Rannsókn málsins sé á frumstigi. Hrinti eldri konu til að ná til drengsins Lilja Sigurgeirsdóttir einkaþjálfari var á leið í ræktina í Kringlunni í gær þegar hún varð vitni að árásinni. Hún var að ná í töskuna sína í aftursætið þegar hún heyrði í drengnum öskra á bílaplaninu. „Þá sé ég hann þarna liggjandi á bílaplaninu,“ segir Lilja sem segir að tvær konur á besta aldri hafi jafnframt orðið vitni að árásinni. Árásarmaðurinn hafi hrint annarri þeirra til þess að komast að drengnum. „Hann var náttúrulega í gífurlegu sjokki þarna, sagðist ekki þekkja þá neitt og hafa fundið að þeir væru að elta sig.“ Fastagestir í Kringlunni Þeir hafi á undan ógnað drengnum með hníf en Lilja segir drenginn hafa verið blóðugan þar sem hann lá á bílaplaninu. Lilja segir að öryggisverðir sem hún hafi rætt við hafi sagt að hópurinn sem um ræðir séu fastagestir í Kringlunni. „Hann sagði mér að þeir vissu alveg hverjir þetta væru, það er eins og strákurinn hafi bara verið óheppinn að hafa verið þarna á sama tíma og þeir,“ segir Lilja sem bætir því við að atvikið sitji mjög í henni. „Hversu ömurlegt er að hugsa til þess að ungmennin okkar séu ekki óhult fyrir hóp af ofbeldisfullum unglingum sem gera sér það að leik að vera ógeðslegir viðgangandi vegfarendur bara af því bara?“ Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Lögreglumál Reykjavík Kringlan Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira