Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2025 10:01 Svona líta fyrstu einvígin út á þriðja kvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Bein útsending er á Sýn Sport Ísland klukkan 20 á laugardagskvöld. Sýn Sport Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Davíð Svansson byrjaði að keppa í pílukasti fyrr á þessu ári og hefur bætt sig afar hratt og vel. Hann keppir í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld, á þriðja undankvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. „Ég var bara pöbbaspilari en ég keypti mér píluspjald í janúar 2024, eftir að hafa verið að horfa á heimsmeistaramótið í Ally Pally. Svo var maður bara að kasta aðeins inn á milli þangað til að konan mín sendi mig á mót á Snooker og Pool,“ segir Davíð. Það var í mars á þessu ári, fyrir aðeins átta mánuðum síðan, og þá var ekki aftur snúið. Davíð Svansson var afar líflegur og öflugur markvörður í handbolta. Hann gat beitt öðrum brögðum þar en í pílukastinu til að losa spennu.vísir/anton brink „Ég bara sló til og hef eiginlega ekki sleppt pílunum síðan þá. Þetta var bara skemmtilegt og ég líki þessu við golfbakteríuna. Ég fékk pílubakteríuna og á bara erfitt með að hætta,“ segir Davíð, ánægður með hvatninguna frá sinni heittelskuðu: „Já, allan daginn. Hún sagði mér að kaupa mér pílur í afmælisgjöf í október 2024, og tíu mínútum eftir það náði ég í fyrsta sinn 180. Svo fór ég á þetta fyrsta mót og hef tekið þátt í flestum mótum sem ég get tekið þátt í síðan. Þetta er búið að taka svolítið yfir.“ Ekki lengur hægt að öskra og lemja liðsfélagana Og nú er Davíð að fara að kasta pílum í beinni sjónvarpsútsendingu í fyrsta sinn. Hann er hins vegar þaulvanur því að keppa í beinni en þá sem markvörður í handbolta. Hjálpar sú reynsla? „Pílan snýst um svo rosalega mikla nákvæmni. Í handboltanum gat maður alltaf gírað sig upp, lamið aðeins í liðsfélagana og öskrað, og losað aðeins um spennuna. Í pílunni stendur maður einn, heldur á einhverjum litlum nagla og hendir honum í pínulítið spjald. Þetta er allt öðruvísi og maður þarf að nota aðrar leiðir til að losa sig við stress. Ég hef náttúrulega ekkert verið að keppa í svona stórum mótum. En ég fékk nú þann heiður að spila með PFR í Íslandsmóti félagsliða [í sumar] og við urðum svo Íslandsmeistarar. Það var mjög góð tilraun í að spila í alvöru stressi en þetta verður forvitnilegt á laugadaginn. Maður kannast svo sem við að spila fyrir framan fólk og fer þetta bara á stemningunni.“ Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. Pílukast Handbolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. „Ég var bara pöbbaspilari en ég keypti mér píluspjald í janúar 2024, eftir að hafa verið að horfa á heimsmeistaramótið í Ally Pally. Svo var maður bara að kasta aðeins inn á milli þangað til að konan mín sendi mig á mót á Snooker og Pool,“ segir Davíð. Það var í mars á þessu ári, fyrir aðeins átta mánuðum síðan, og þá var ekki aftur snúið. Davíð Svansson var afar líflegur og öflugur markvörður í handbolta. Hann gat beitt öðrum brögðum þar en í pílukastinu til að losa spennu.vísir/anton brink „Ég bara sló til og hef eiginlega ekki sleppt pílunum síðan þá. Þetta var bara skemmtilegt og ég líki þessu við golfbakteríuna. Ég fékk pílubakteríuna og á bara erfitt með að hætta,“ segir Davíð, ánægður með hvatninguna frá sinni heittelskuðu: „Já, allan daginn. Hún sagði mér að kaupa mér pílur í afmælisgjöf í október 2024, og tíu mínútum eftir það náði ég í fyrsta sinn 180. Svo fór ég á þetta fyrsta mót og hef tekið þátt í flestum mótum sem ég get tekið þátt í síðan. Þetta er búið að taka svolítið yfir.“ Ekki lengur hægt að öskra og lemja liðsfélagana Og nú er Davíð að fara að kasta pílum í beinni sjónvarpsútsendingu í fyrsta sinn. Hann er hins vegar þaulvanur því að keppa í beinni en þá sem markvörður í handbolta. Hjálpar sú reynsla? „Pílan snýst um svo rosalega mikla nákvæmni. Í handboltanum gat maður alltaf gírað sig upp, lamið aðeins í liðsfélagana og öskrað, og losað aðeins um spennuna. Í pílunni stendur maður einn, heldur á einhverjum litlum nagla og hendir honum í pínulítið spjald. Þetta er allt öðruvísi og maður þarf að nota aðrar leiðir til að losa sig við stress. Ég hef náttúrulega ekkert verið að keppa í svona stórum mótum. En ég fékk nú þann heiður að spila með PFR í Íslandsmóti félagsliða [í sumar] og við urðum svo Íslandsmeistarar. Það var mjög góð tilraun í að spila í alvöru stressi en þetta verður forvitnilegt á laugadaginn. Maður kannast svo sem við að spila fyrir framan fólk og fer þetta bara á stemningunni.“ Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20.
Pílukast Handbolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira