Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Samstarf Arne Slot og John Heitinga skilaði Englandsmeistaratitli á fyrsta tímabili. Getty/Peter Byrne/ Hollenska fótboltafélagið hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann John Heitinga, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Arne Slot hjá Liverpool. Heitinga þurfti að taka pokann sinn innan við sex mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Liverpool. Hinn 41 árs gamli Heitinga vann aðeins fimm af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði í hollensku úrvalsdeildinni en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Feyenoord. 🚨 Ajax have approached their former manager - and ex-Manchester United boss - Erik ten Hag over a return after sacking head coach John Heitinga.Fred Grim will take over Heitinga’s duties in the meantime as interim coach.Ajax sit 8 points adrift of Eredivisie leaders… pic.twitter.com/Wv9eJh2lcQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 7, 2025 Ajax hefur auk þess tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili, þar á meðal var 3-0 tap á heimavelli gegn Galatasaray á miðvikudag sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Heitinga. Heitinga, sem er fyrrverandi leikmaður Everton, var aðstoðarþjálfari Slot á síðasta tímabili þegar Liverpool vann ensku úrvalsdeildina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Ajax í lok maí og sneri þar með aftur til félagsins þar sem hann lék yfir tvö hundruð leiki áður en hann varð stjóri varaliðsins og bráðabirgðastjóri aðalliðsins. „Þetta er sársaukafull ákvörðun. Við vitum að það getur tekið tíma fyrir nýjan þjálfara að vinna með leikmannahóp sem hefur tekið breytingum. Við höfum gefið John þann tíma, en við teljum að það sé best fyrir félagið að ráða einhvern annan til að leiða liðið,“ sagði Alex Kroes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, á vefsíðu félagsins: Aðstoðarþjálfarinn, hinn sextugi Fred Grim, mun stýra Ajax til bráðabirgða. Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Ajax hafi áhuga á að ráða fyrrverandi stjóra sinn, Erik ten Hag, sem var rekinn frá Manchester United í október 2024 og entist aðeins í tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni með Bayer Leverkusen áður en honum var sagt upp í september á þessu ári. Ajax has suspended John Heitinga with immediate effect. The head coach’s contract was due to run until June 30, 2027, but will now be terminated. The same applies to assistant coach Marcel Keizer. Ajax is looking for a new head coach; in the meantime, Fred Grim will take over… pic.twitter.com/phMVZ7PbYI— AFC Ajax (@AFCAjax) November 6, 2025 Hollenski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Heitinga þurfti að taka pokann sinn innan við sex mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Liverpool. Hinn 41 árs gamli Heitinga vann aðeins fimm af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði í hollensku úrvalsdeildinni en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Feyenoord. 🚨 Ajax have approached their former manager - and ex-Manchester United boss - Erik ten Hag over a return after sacking head coach John Heitinga.Fred Grim will take over Heitinga’s duties in the meantime as interim coach.Ajax sit 8 points adrift of Eredivisie leaders… pic.twitter.com/Wv9eJh2lcQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 7, 2025 Ajax hefur auk þess tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili, þar á meðal var 3-0 tap á heimavelli gegn Galatasaray á miðvikudag sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Heitinga. Heitinga, sem er fyrrverandi leikmaður Everton, var aðstoðarþjálfari Slot á síðasta tímabili þegar Liverpool vann ensku úrvalsdeildina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Ajax í lok maí og sneri þar með aftur til félagsins þar sem hann lék yfir tvö hundruð leiki áður en hann varð stjóri varaliðsins og bráðabirgðastjóri aðalliðsins. „Þetta er sársaukafull ákvörðun. Við vitum að það getur tekið tíma fyrir nýjan þjálfara að vinna með leikmannahóp sem hefur tekið breytingum. Við höfum gefið John þann tíma, en við teljum að það sé best fyrir félagið að ráða einhvern annan til að leiða liðið,“ sagði Alex Kroes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, á vefsíðu félagsins: Aðstoðarþjálfarinn, hinn sextugi Fred Grim, mun stýra Ajax til bráðabirgða. Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Ajax hafi áhuga á að ráða fyrrverandi stjóra sinn, Erik ten Hag, sem var rekinn frá Manchester United í október 2024 og entist aðeins í tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni með Bayer Leverkusen áður en honum var sagt upp í september á þessu ári. Ajax has suspended John Heitinga with immediate effect. The head coach’s contract was due to run until June 30, 2027, but will now be terminated. The same applies to assistant coach Marcel Keizer. Ajax is looking for a new head coach; in the meantime, Fred Grim will take over… pic.twitter.com/phMVZ7PbYI— AFC Ajax (@AFCAjax) November 6, 2025
Hollenski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira