Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2025 13:32 Albert Guðmundsson verður klár í slaginn þegar Fiorentina mætir Genoa á sunnudag. Getty/Andrea Martini Albert Guðmundsson er mættur aftur til Ítalíu eftir stutt stopp á Íslandi með viðkomu í dómssal. Hann verður með á æfingu Fiorentina síðdegis, sem nýr þjálfari liðsins mun stýra. Gazzettan greinir frá því að Paolo Vanoli muni taka við starfi aðalþjálfara eftir að Stefano Pioli var rekinn fyrr í vikunni. Vanoli muni skrifa undir samning sem gildir út tímabilið og stýra liðinu í fyrsta sinn á sunnudaginn í fallbaráttuslag gegn öðru Íslendingaliði, Genoa. Vanoli var þjálfari Torino á síðasta tímabili og þjálfaði Íslendingaliðið Venezia þar áður, hann hefur einnig starfað fyrir Spartak í Moskvu og yngri landslið Ítalíu. #Vanoli è al Viola Park: comincia la sua avventura con la #Fiorentina pic.twitter.com/7NliyCcZ7N— Violanews Fiorentina (@violanews) November 7, 2025 Þetta er ekki eina breytingin hjá Fiorentina þessa dagana því nýr yfirmaður íþróttamála tók einnig við störfum í vikunni, Roberto Goretti fékk stöðuhækkun eftir að fyrrum yfirmaðurinn Daniele Pradé var rekinn. Báðar þessar breytingar eru auðvitað teknar með afleitt gengi liðsins í huga en Fiorentina hefur ekki unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni, liðið situr í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa gert fjögur jafntefli og tapað sex sinnum. Liðinu hefur gengið betur í Sambandsdeildinni og vann fyrstu tvo leikina þar, en tapaði svo 2-1 gegn Mainz í gærkvöldi. Albert Guðmundsson var ekki með í leiknum í gærkvöldi, hann var þá staddur á Íslandi og æfði með pabba sínum, Guðmundi Benediktssyni, á Laugardalsvelli. Stuðningsmannasíðan ViolaNews, sem flytur fréttir af liði Fiorentina, segir að Albert hafi mætt aftur til Flórens í gærkvöldi og verði með á æfingu liðsins síðdegis í dag, þeirri fyrstu undir stjórn Vanoli. Hann verði svo klár í slaginn gegn Genoa, sem mun einnig spila undir stjórn nýs þjálfara, á sunnudag. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Gazzettan greinir frá því að Paolo Vanoli muni taka við starfi aðalþjálfara eftir að Stefano Pioli var rekinn fyrr í vikunni. Vanoli muni skrifa undir samning sem gildir út tímabilið og stýra liðinu í fyrsta sinn á sunnudaginn í fallbaráttuslag gegn öðru Íslendingaliði, Genoa. Vanoli var þjálfari Torino á síðasta tímabili og þjálfaði Íslendingaliðið Venezia þar áður, hann hefur einnig starfað fyrir Spartak í Moskvu og yngri landslið Ítalíu. #Vanoli è al Viola Park: comincia la sua avventura con la #Fiorentina pic.twitter.com/7NliyCcZ7N— Violanews Fiorentina (@violanews) November 7, 2025 Þetta er ekki eina breytingin hjá Fiorentina þessa dagana því nýr yfirmaður íþróttamála tók einnig við störfum í vikunni, Roberto Goretti fékk stöðuhækkun eftir að fyrrum yfirmaðurinn Daniele Pradé var rekinn. Báðar þessar breytingar eru auðvitað teknar með afleitt gengi liðsins í huga en Fiorentina hefur ekki unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni, liðið situr í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa gert fjögur jafntefli og tapað sex sinnum. Liðinu hefur gengið betur í Sambandsdeildinni og vann fyrstu tvo leikina þar, en tapaði svo 2-1 gegn Mainz í gærkvöldi. Albert Guðmundsson var ekki með í leiknum í gærkvöldi, hann var þá staddur á Íslandi og æfði með pabba sínum, Guðmundi Benediktssyni, á Laugardalsvelli. Stuðningsmannasíðan ViolaNews, sem flytur fréttir af liði Fiorentina, segir að Albert hafi mætt aftur til Flórens í gærkvöldi og verði með á æfingu liðsins síðdegis í dag, þeirri fyrstu undir stjórn Vanoli. Hann verði svo klár í slaginn gegn Genoa, sem mun einnig spila undir stjórn nýs þjálfara, á sunnudag.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59