„Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 13:29 Áhyggjuraddir heyrast úr Háskóla Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga. Samsett mynd Kennari við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands segist ekki skilja á hvaða vegferð dómsmálaráðherra sé með breytingar hennar á fyrirkomulagi námsleyfum. Hún setji alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks og gera það tortryggilegt. Betur færi á því að taka því fagnandi að fólk utan úr heimi vilji læra íslensku. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við þrjá erlenda nema sem eru á öðru ári í íslensku sem annað mál sem höfðu náð undraverðum tökum á íslensku á skömmum tíma. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, kennari þeirra, sagði að á tímum þegar sem íslensk tunga á í vök að verjast þá beri að gleðjast yfir því að fólk hvaðanæva úr heiminum vilji taka þátt í að tala og varðveita íslensku. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþáttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Hún sagði að ekki væri hægt að hafa allar gáttir opnar og að glufur væru á kerfunum. Í því sambandi sagði hún að umsóknir námsmanna og aðstandenda þeirra frá Gana, Nígeríu og Pakistan hefði tvöfaldast á milli ára. Í grein á Vísi um málið sagði deildarforseti íslensku og menningardeildar að það væri mannvonska að nota flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fyrir erlendum ferðamönnum. Sólveig Ásta kveðst ekki átta sig á stjórnvöldum. „Ég átta mig ekki alveg á hvaða vegferð dómsmálaráðherra er með þessar ákvarðanir. Það eru ströng ferli sem fólk þarf að fara í gegnum til að sækja um nám á íslandi og ég set mjög alvarlegt og þungt spurningarmerki við það að draga út einstaka þjóðerni fólks og gera tortryggilegt að þau sæki um að koma í nám hingað til íslands og ég held að við ættum öll að stoppa og spyrja á hvaða vegferð við erum.“ Sólveig Ásta sagði augljóst hvað þyrfti til að bæta stöðu íslenskunnar.„Það þarf meira fjármagn og stuðning í íslenskukennslu og þar er fólk boðið og búið, kennarar og öll sem vilja læra. Sú vinna er i gangi þrátt fyrir alls konar niðurskurði og hindranir bókstaflega en það stendur ekki á fólki að vilja tala og okkur að kenna og okkur öllum að taka þátt í íslensku heldur er það einmitt að fagna öllum þeim sem eru að koma sem taka þátt í tungumalinu og styðja fjárhagslega við bæði höfunda, kennara og skólakerfið,“segir Sólveig Ásta Sigurðardóttir kennari. Íslensk tunga Háskólar Innflytjendamál Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. 29. október 2025 18:40 Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6. nóvember 2025 16:42 Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. 5. nóvember 2025 15:02 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við þrjá erlenda nema sem eru á öðru ári í íslensku sem annað mál sem höfðu náð undraverðum tökum á íslensku á skömmum tíma. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, kennari þeirra, sagði að á tímum þegar sem íslensk tunga á í vök að verjast þá beri að gleðjast yfir því að fólk hvaðanæva úr heiminum vilji taka þátt í að tala og varðveita íslensku. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþáttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Hún sagði að ekki væri hægt að hafa allar gáttir opnar og að glufur væru á kerfunum. Í því sambandi sagði hún að umsóknir námsmanna og aðstandenda þeirra frá Gana, Nígeríu og Pakistan hefði tvöfaldast á milli ára. Í grein á Vísi um málið sagði deildarforseti íslensku og menningardeildar að það væri mannvonska að nota flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fyrir erlendum ferðamönnum. Sólveig Ásta kveðst ekki átta sig á stjórnvöldum. „Ég átta mig ekki alveg á hvaða vegferð dómsmálaráðherra er með þessar ákvarðanir. Það eru ströng ferli sem fólk þarf að fara í gegnum til að sækja um nám á íslandi og ég set mjög alvarlegt og þungt spurningarmerki við það að draga út einstaka þjóðerni fólks og gera tortryggilegt að þau sæki um að koma í nám hingað til íslands og ég held að við ættum öll að stoppa og spyrja á hvaða vegferð við erum.“ Sólveig Ásta sagði augljóst hvað þyrfti til að bæta stöðu íslenskunnar.„Það þarf meira fjármagn og stuðning í íslenskukennslu og þar er fólk boðið og búið, kennarar og öll sem vilja læra. Sú vinna er i gangi þrátt fyrir alls konar niðurskurði og hindranir bókstaflega en það stendur ekki á fólki að vilja tala og okkur að kenna og okkur öllum að taka þátt í íslensku heldur er það einmitt að fagna öllum þeim sem eru að koma sem taka þátt í tungumalinu og styðja fjárhagslega við bæði höfunda, kennara og skólakerfið,“segir Sólveig Ásta Sigurðardóttir kennari.
Íslensk tunga Háskólar Innflytjendamál Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. 29. október 2025 18:40 Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6. nóvember 2025 16:42 Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. 5. nóvember 2025 15:02 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. 29. október 2025 18:40
Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6. nóvember 2025 16:42
Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. 5. nóvember 2025 15:02