Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2025 13:45 Julia Wandel vakti mikla athygli árið 2023 þegar hún hélt því fram að hún væri í raun og veru Madeleine McCann. Samsett Hin 24 ára gamla Julia Wandelt sem um árabil hefur sagst vera Madeilene McCann hefur verið fundin sek um áreiti í garð fjölskyldu hinnar týndu stúlku og dæmd til sex mánaða fangelsisvistar. Henni verður auk þess gert að halda sig fjarri fjölskyldunni til framtíðar. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Wandelt hefur farið heim til þeirra Kate og Gerry McCann og hringt ítrekað í þau í þeirri von að þau trúi því að hún sé týnd dóttir þeirra. Mál Madeleine McCann er heimsþekkt en stúlkan hvarf þriggja ára gömul í fjölskyldufríi í Portúgal árið 2007 og hefur hvorki tangur né tetur sést af henni síðan. Wandelt er frá Lubin í suðvesturhluta Póllands en dómur yfir henni var kveðinn upp nú eftir hádegi. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að dómari hafi við dómsuppkvaðningu getið þess að tekið hafi verið tillit til þess að Wandelt hafi átt erfiða æsku. „Það réttlætir hinsvegar ekki hvernig þú hagaðir þér,“ hefur ríkisútvarpið eftir dómaranum. Gögn voru lögð fram við réttarhöldin sem sanna það að Wandelt er ekki skyld McCann hjónunum með nokkrum hætti. Er þess getið í frétt BBC að það hafi tekið mjög á konuna þegar það kom fram í réttarhöldunum. Sagði dómarinn jafnframt að McCann hjónin hefðu gert henni það margsinnis ljóst að nærveru hennar væri ekki óskað og að þau hefðu ekki áhuga á kynnum við hana. Wandelt hefur verið dæmd eins og áður segir til sex mánaða fangelsisvistar vegna málsins. Þar sem talið er mjög líklegt að hún muni halda uppteknum hætti og halda áfram að áreita fjölskylduna úrskurðaði dómarinn hana jafnframt í nálgunarbann við McCann hjónin. Bretland Madeleine McCann Erlend sakamál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Wandelt hefur farið heim til þeirra Kate og Gerry McCann og hringt ítrekað í þau í þeirri von að þau trúi því að hún sé týnd dóttir þeirra. Mál Madeleine McCann er heimsþekkt en stúlkan hvarf þriggja ára gömul í fjölskyldufríi í Portúgal árið 2007 og hefur hvorki tangur né tetur sést af henni síðan. Wandelt er frá Lubin í suðvesturhluta Póllands en dómur yfir henni var kveðinn upp nú eftir hádegi. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að dómari hafi við dómsuppkvaðningu getið þess að tekið hafi verið tillit til þess að Wandelt hafi átt erfiða æsku. „Það réttlætir hinsvegar ekki hvernig þú hagaðir þér,“ hefur ríkisútvarpið eftir dómaranum. Gögn voru lögð fram við réttarhöldin sem sanna það að Wandelt er ekki skyld McCann hjónunum með nokkrum hætti. Er þess getið í frétt BBC að það hafi tekið mjög á konuna þegar það kom fram í réttarhöldunum. Sagði dómarinn jafnframt að McCann hjónin hefðu gert henni það margsinnis ljóst að nærveru hennar væri ekki óskað og að þau hefðu ekki áhuga á kynnum við hana. Wandelt hefur verið dæmd eins og áður segir til sex mánaða fangelsisvistar vegna málsins. Þar sem talið er mjög líklegt að hún muni halda uppteknum hætti og halda áfram að áreita fjölskylduna úrskurðaði dómarinn hana jafnframt í nálgunarbann við McCann hjónin.
Bretland Madeleine McCann Erlend sakamál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira