„Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Erika Nótt nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og segir það eiga eftir að leiða af sér margfalt meiri tekjur. vísir / lýður valberg Hnefaleikakonan Erika Nótt hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og býst við því að fá mun betur borgað en kollegar sínir þegar hún gerist atvinnumaður í íþróttinni. Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Box Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan.
Box Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira