Innlent

„Lúxus-neyslurými“, klukkan um­deilda og tíma­mót á börum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Stúlka sem var á meðferðarheimilinu Bjargey í Eyjafirði líkir heimilinu við lúxus neyslurými þar sem engar reglur hafi gilt. Við ræðum við stúlkuna í kvöldfréttum en hún segist hafa upplifað mikið öryggisleysi eftir íkveikju vistmanna.

Héraðssaksóknari eltist við tvo karlmenn á erlendri grundu í tengslum við rannsókn á fjögur hundruð milljóna króna þjófnaði af bönkunum. Við hittum forstjóra Reiknistofu bankanna sem segist feginn að ekki hafi farið verr.

Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Þá tökum við einnig púlsinn á landsmönnum og athugum hvort fólki finnst tilefni til þess að seinka klukkunni, líkt og marg oft hefur komið til umræðu. Grænlendingar skoða nú að fara þá leið.

Auk þess heyrum við nýtt lag gegn einelti, verðum í beinni með Emilíönu Torrini á frumsýningu tónlistarmyndar og í miðbænum þar sem jólabjórinn byrjar að flæða í kvöld. Dagurinn þykir marka tímamót í hugum margra sem sækja öldurhús landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×