Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar 8. nóvember 2025 08:02 Í dag er alþjóðlegur samstöðudagur intersex fólks og af því tilefni ber að fagna nýrri stefnu Evrópuráðsins í málefnum intersex fólks. Í stefnunni er kveðið á um mikilvæg atriði til að tryggja hópnum sjálfsögð mannréttindi. Ef við stiklum á stóru þá skiptist stefnan í sex meginþætti. Bann við óþörfum læknis- og skurðaðgerðum á börnum. Ný stefna ráðsins leggur áherslu á að intersex börn skuli ekki gangast undir leiðréttandi aðgerðir eða hormónameðferðir nema þau sjálf geti samþykkt þær.Það er þegar þau eru orðin nógu fullorðin til að taka upplýsta ákvörðun. Rétturinn til sjálfsákvörðunar um kyn ætti að vera sjálfsagður en einstaklingar eiga að hafa rétt til að skrá sitt kyn eða breyta því án læknisfræðilegra skilyrða. Í stefnunni má einnig finna veigamikil atriði til að bæta heilbrigðisþjónustu, auka stuðning og tryggja ráðgjöf til aðstandenda intersex barna. Stefnan kallar eftir fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og fjölskyldna, svo fólk fái stuðning í staðinn fyrir þrýsting frá heilbrigðiskerfinu á ónauðsynlegar aðgerðir. Vernd gegn mismunun.Stefnan leggur til að intersex fólk verði sjálfstætt viðurkennt í lögum sem hópur sem á rétt á vernd gegn mismunun í samfélaginu öllu, með áherslu á vinnustaði og skóla. Upplýst samþykki og gagnsæi þar sem einstaklingar eiga rétt á að sjá og vita allt sem hefur verið gert við líkama þeirra, fá aðgang að sjúkraskrám aftur í tímann, fá stuðning við úrvinnslu þeirra og viðeigandi aðstoð. Við lestur þessara áhersluatriða í nýrri stefnu í málefnum intersex fólks þá hugsar þú líklega, lesandi góður, þetta er allt sjálfsagt og um er að ræða réttindi sem við öll eigum að njóta. Það er skiljanlegt að hugsa svo. Þau sem eru ekki intersex eiga erfitt með að ímynda sér þann veruleika sem intersex fólks býr í; að vera þvingað í aðgerðir á barnsaldri til að líkömum þeirra sé breytt, jafnvel í óþökk þeirra sjálfra og aðstandenda og að vera neitað um sjúkraskrár eða gögn um þeirra eigin líkama. Enn í dag býr sumt intersex fólk við mikla skömm vegna þessa og baráttan, þrátt fyrir að hún þokast áfram, er ekki eins sýnileg og hún þyrfti að vera og stuðningur heilbrigðisyfirvalda er ekki nægur. Árið 2021 tóku í gildi lög á Íslandi um bann við ónauðsynlegum og óafturkræfum skurðaðgerðum og við þessa lagasetningu var nánast öllu intersex fólki tryggð vernd, en ekki öllu. Stjórnvöld lofuðu við gerð þess frumvarps að skoða málið enn betur með tilkomu nýrrar nefndar sem átti að skipa í kjölfar lagasetningarinnar. Sú nefnd hefur ennþá ekki verið skipuð. Við, hagsmunafulltrúar intersex fólks, bíðum enn eftir þeirri skipun, enda málið brýnt. Evrópuráðið slær nýjan tón í stefnu sinni varðandi það að intersex fólk á að geta leitað réttar síns. Það þýðir að þeir einstaklingar sem á voru gerðar ónauðsynlegar og óafturkræfar aðgerðir hér á árum áður eiga að hafa einhverjar bjargir og ráðgjöf til að leita réttar síns, því við viljum ekki búa í samfélagi þar sem stjórnvöld geta ákveðið að senda hvítvoðunga í skurðaðgerðir, og aðrar meðferðir, einungis til þess að „laga“ líkama þeirra svo þeir passi frekar inn í þau fyrirfram ákveðnu mót sem samfélagið hefur skapað. Það eru mannréttindabrot. Intersex fólk hefur árum saman talað upphátt um afleiðingarnar, bæði fólk sem man hvað var gert við þau en líka þau sem muna ekki eftir því, en lifir mögulega með afleiðingunum sem oft eru verri líkamleg og andleg heilsa. Samfélagið hefði getað komið í veg fyrir þetta, einungis með því að leyfa líkömum þeirra að vera eins og þeir eru. Við erum að tala um fólk sem hefur þurft að finna út hver þau eru, lifa með þessum afleiðingum á hverjum degi og móta sjálfsmynd sína án þess að hafa nokkurra aðstoð eða stuðning. Allt vegna þess að gerðar voru aðgerðir á því án þess að þau nokkurn tíma báðu um það. Samfélagið hefur ekki hlustað, ekki vegna illvilja heldur vegna þæginda. Það er auðveldara að halda í þessi samfélagslegu staðla sem við höfum skapað heldur en að horfast í augu við það að þau hafa verið skaðleg, og það gríðarlega skaðleg fyrir intersex fólk. Það tók Evrópuráðið langan tíma að segja það sem við öll teljum vera sjálfsagt: Líkamar fólks eru friðhelgir. Líkamar barna þarf ekki að laga. Ráðast þarf í aðgerðir til að tryggja intersex fólki réttarbætur. Samfélagið á aldrei aftur að láta slík mannréttindabrot líðast án afleiðinga. „Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Margar formgerðir of intersex eru til. Um er að ræða skala eða regnhlífarhugtak frekar en einn eiginlegan flokk. Sumar algengar intersex-formgerðir eru greindar á meðgöngu. Intersex breytileiki getur verið sjáanlegur við fæðingu. Sumir intersex eiginleikar koma í ljós við kynþroska, þegar reynt er að geta barn, eða fyrir einskæra tilviljun. Þú getur haft samband við Intersex Ísland með því að senda tölvupóst á intersex@samtokin78.is. Höfundur framkvæmdastjóri Intersex Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur samstöðudagur intersex fólks og af því tilefni ber að fagna nýrri stefnu Evrópuráðsins í málefnum intersex fólks. Í stefnunni er kveðið á um mikilvæg atriði til að tryggja hópnum sjálfsögð mannréttindi. Ef við stiklum á stóru þá skiptist stefnan í sex meginþætti. Bann við óþörfum læknis- og skurðaðgerðum á börnum. Ný stefna ráðsins leggur áherslu á að intersex börn skuli ekki gangast undir leiðréttandi aðgerðir eða hormónameðferðir nema þau sjálf geti samþykkt þær.Það er þegar þau eru orðin nógu fullorðin til að taka upplýsta ákvörðun. Rétturinn til sjálfsákvörðunar um kyn ætti að vera sjálfsagður en einstaklingar eiga að hafa rétt til að skrá sitt kyn eða breyta því án læknisfræðilegra skilyrða. Í stefnunni má einnig finna veigamikil atriði til að bæta heilbrigðisþjónustu, auka stuðning og tryggja ráðgjöf til aðstandenda intersex barna. Stefnan kallar eftir fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og fjölskyldna, svo fólk fái stuðning í staðinn fyrir þrýsting frá heilbrigðiskerfinu á ónauðsynlegar aðgerðir. Vernd gegn mismunun.Stefnan leggur til að intersex fólk verði sjálfstætt viðurkennt í lögum sem hópur sem á rétt á vernd gegn mismunun í samfélaginu öllu, með áherslu á vinnustaði og skóla. Upplýst samþykki og gagnsæi þar sem einstaklingar eiga rétt á að sjá og vita allt sem hefur verið gert við líkama þeirra, fá aðgang að sjúkraskrám aftur í tímann, fá stuðning við úrvinnslu þeirra og viðeigandi aðstoð. Við lestur þessara áhersluatriða í nýrri stefnu í málefnum intersex fólks þá hugsar þú líklega, lesandi góður, þetta er allt sjálfsagt og um er að ræða réttindi sem við öll eigum að njóta. Það er skiljanlegt að hugsa svo. Þau sem eru ekki intersex eiga erfitt með að ímynda sér þann veruleika sem intersex fólks býr í; að vera þvingað í aðgerðir á barnsaldri til að líkömum þeirra sé breytt, jafnvel í óþökk þeirra sjálfra og aðstandenda og að vera neitað um sjúkraskrár eða gögn um þeirra eigin líkama. Enn í dag býr sumt intersex fólk við mikla skömm vegna þessa og baráttan, þrátt fyrir að hún þokast áfram, er ekki eins sýnileg og hún þyrfti að vera og stuðningur heilbrigðisyfirvalda er ekki nægur. Árið 2021 tóku í gildi lög á Íslandi um bann við ónauðsynlegum og óafturkræfum skurðaðgerðum og við þessa lagasetningu var nánast öllu intersex fólki tryggð vernd, en ekki öllu. Stjórnvöld lofuðu við gerð þess frumvarps að skoða málið enn betur með tilkomu nýrrar nefndar sem átti að skipa í kjölfar lagasetningarinnar. Sú nefnd hefur ennþá ekki verið skipuð. Við, hagsmunafulltrúar intersex fólks, bíðum enn eftir þeirri skipun, enda málið brýnt. Evrópuráðið slær nýjan tón í stefnu sinni varðandi það að intersex fólk á að geta leitað réttar síns. Það þýðir að þeir einstaklingar sem á voru gerðar ónauðsynlegar og óafturkræfar aðgerðir hér á árum áður eiga að hafa einhverjar bjargir og ráðgjöf til að leita réttar síns, því við viljum ekki búa í samfélagi þar sem stjórnvöld geta ákveðið að senda hvítvoðunga í skurðaðgerðir, og aðrar meðferðir, einungis til þess að „laga“ líkama þeirra svo þeir passi frekar inn í þau fyrirfram ákveðnu mót sem samfélagið hefur skapað. Það eru mannréttindabrot. Intersex fólk hefur árum saman talað upphátt um afleiðingarnar, bæði fólk sem man hvað var gert við þau en líka þau sem muna ekki eftir því, en lifir mögulega með afleiðingunum sem oft eru verri líkamleg og andleg heilsa. Samfélagið hefði getað komið í veg fyrir þetta, einungis með því að leyfa líkömum þeirra að vera eins og þeir eru. Við erum að tala um fólk sem hefur þurft að finna út hver þau eru, lifa með þessum afleiðingum á hverjum degi og móta sjálfsmynd sína án þess að hafa nokkurra aðstoð eða stuðning. Allt vegna þess að gerðar voru aðgerðir á því án þess að þau nokkurn tíma báðu um það. Samfélagið hefur ekki hlustað, ekki vegna illvilja heldur vegna þæginda. Það er auðveldara að halda í þessi samfélagslegu staðla sem við höfum skapað heldur en að horfast í augu við það að þau hafa verið skaðleg, og það gríðarlega skaðleg fyrir intersex fólk. Það tók Evrópuráðið langan tíma að segja það sem við öll teljum vera sjálfsagt: Líkamar fólks eru friðhelgir. Líkamar barna þarf ekki að laga. Ráðast þarf í aðgerðir til að tryggja intersex fólki réttarbætur. Samfélagið á aldrei aftur að láta slík mannréttindabrot líðast án afleiðinga. „Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Margar formgerðir of intersex eru til. Um er að ræða skala eða regnhlífarhugtak frekar en einn eiginlegan flokk. Sumar algengar intersex-formgerðir eru greindar á meðgöngu. Intersex breytileiki getur verið sjáanlegur við fæðingu. Sumir intersex eiginleikar koma í ljós við kynþroska, þegar reynt er að geta barn, eða fyrir einskæra tilviljun. Þú getur haft samband við Intersex Ísland með því að senda tölvupóst á intersex@samtokin78.is. Höfundur framkvæmdastjóri Intersex Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun