„Dagur, enga frasapólitík hér“ Agnar Már Másson skrifar 9. nóvember 2025 14:09 Lilja brást illa við þegar Dagur sagði að krónan væri „tæki hinna fáu og stóru til þess að færa skellinn yfir á almenning“. Samett mynd Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins tókust á í Sprengisandi um evruna og hvort upptaka evrópska gjaldmiðilsins gæti lækkað vexti á Íslandi. Kerfisbundinn bandi sem fylgi krónunni Dagur hefur nefnilega nýlega farið mikinn í pistlaskrifum um svokallaða evruvexti á Íslandi en með því vísar hann til þess að óverðtryggðir vextir á evrusvæðinu séu á bilinu 3 til 4 prósent á meðan vextir á Íslandi séu talsvert hærri. Á óverðtryggðum lánum á Íslandi séu meðalvextir um 9,13 prósent. Þetta vill hann meina að sé kerfisbundinn vandi sem stafi af óstöðugleika íslensku krónunnar. Dagur nefndi á Sprengisandi að vextir á framkvæmdalánum væru til dæmis 16 prósent á Íslandi samanborið við 3,9% á evrusvæðinu. „Þetta er kerfisbundinn vandi sem hefur verið í meira en 100 ár,“ sagði Samfylkingarmaðurinn. „Og ég væri bara ekki ábyrgur eða að standa mig í mínu hlutverki sem fulltrúi almennings á Alþingi ef ég væri ekki að benda á þennan kerfisbundna vanda.“ Þurfi að ræða heildarmyndina Lilja tók undir með Degi að vextir á Íslandi væru afar háir en hún vildi meina að leita ætti annarra leiða til að ná þeim niður heldur en að ganga inn í Evrópusambandið (ESB) og taka þannig upp evruna, til dæmis með því að skoða lífeyrissjóðakerfið. „Þú tekur ekki bara upp evruna, þú þarft að fara inn í Evrópusambandið,“ sagði Framsóknarkonan en Lilja er mótfallin inngöngu inn í ESB. Hún benti á að horfurnar í sambandinu væru ekki góðar og að þar væri lítill hagvöxtur miðað við önnur ríki. „Við verðum að ræða heildarmyndina og hvað er að gerast,“ sagði Lilja sem benti einnig á að verðbólgan á Íslandi væri á niðurleið, þó að hún teldi reyndar að ríkisstjórnin hefði „sóað heilu ári“ þar sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að efna gefin loforð um að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hefur ekki verið meiri síðan í janúar. „Verðbólgan er þrálát og hún er að koma niður og þá skapast ný skilyrði til að lækka vexti,“ sagði Lilja. „Þagnarhönd“ hagsmunaafla En Dagur telur krónuna ekki aðeins koma niður á fólkinu í landinu heldur einnig fyrirtækjum. Hún væri samkeppnishindrun sem stæði vegi fyrir erlendri fjárfestingu og samkeppni á banka- og tryggingamarkaði. Ferðaþjónustan, sem væri ein af burðargreinum Íslands, liði fyrir óstöðugleika krónunnar og erfiðleikum við að gera langtímaáætlanir. „Íslenskt atvinnulíf hefur á undanförnum vikum verið að kalla eftir meiri erlendri fjárfestingu, og almennri umræðu, til þess að tala um þennan, sem ég vil kalla bleika fíl, sem er munurinn á vaxtakjörum og því hvað krónan er mikil samkeppnishindrun,“ sagði Dagur. „Það eru einhverjir hagsmunir einhvers staðar sem einhvern veginn leggja einhverja þagnarhönd yfir þetta. Og það gengur ekki og alls ekki í núverandi stöðu.“ Hann vildi þá meina að krónan væri „tæki hinna fáu og stóru til þess að færa skellinn yfir á almenning.“ Lilja brást við hlæjandi: „Þetta er bara frasi, Dagur, enga frasapólitík hér.“ „Þannig hefur það verið í hundrað ár,“ bætti Dagur við, sem viðurkennir að krónan hafi sína kosti en vill meina að hún hafi fleiri galla. „Það er enginn sem vill fara út úr evrunni sem er þar inni. Af hverju? Vegna þess að þetta tryggir lægri vexti og betri kjör fyrir almenning og fyrirtæki.“ En Lilja sagði að á Íslandi væri auðlindadrifið hagkerfi sem reiddi sig á orku, ferðaþjónustu og sjávarútveg og því þyrfti að horfa á þann efnahagslega raunveruleika sem við blasti. Evran ein og sér byggi til dæmis ekki til framboð af húsnæði, sem mikil þörf er á. „Menn verða að hafa í huga að það er best að fara í kerfisbreytingar hér heima,“ sagði Lilja. „Við verðum miklu fljótari að fara í það og við getum þannig náð lægri vöxtum. Ég fullyrði það.“ Fjármál heimilisins Evrópusambandið Íslenska krónan Sprengisandur Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins tókust á í Sprengisandi um evruna og hvort upptaka evrópska gjaldmiðilsins gæti lækkað vexti á Íslandi. Kerfisbundinn bandi sem fylgi krónunni Dagur hefur nefnilega nýlega farið mikinn í pistlaskrifum um svokallaða evruvexti á Íslandi en með því vísar hann til þess að óverðtryggðir vextir á evrusvæðinu séu á bilinu 3 til 4 prósent á meðan vextir á Íslandi séu talsvert hærri. Á óverðtryggðum lánum á Íslandi séu meðalvextir um 9,13 prósent. Þetta vill hann meina að sé kerfisbundinn vandi sem stafi af óstöðugleika íslensku krónunnar. Dagur nefndi á Sprengisandi að vextir á framkvæmdalánum væru til dæmis 16 prósent á Íslandi samanborið við 3,9% á evrusvæðinu. „Þetta er kerfisbundinn vandi sem hefur verið í meira en 100 ár,“ sagði Samfylkingarmaðurinn. „Og ég væri bara ekki ábyrgur eða að standa mig í mínu hlutverki sem fulltrúi almennings á Alþingi ef ég væri ekki að benda á þennan kerfisbundna vanda.“ Þurfi að ræða heildarmyndina Lilja tók undir með Degi að vextir á Íslandi væru afar háir en hún vildi meina að leita ætti annarra leiða til að ná þeim niður heldur en að ganga inn í Evrópusambandið (ESB) og taka þannig upp evruna, til dæmis með því að skoða lífeyrissjóðakerfið. „Þú tekur ekki bara upp evruna, þú þarft að fara inn í Evrópusambandið,“ sagði Framsóknarkonan en Lilja er mótfallin inngöngu inn í ESB. Hún benti á að horfurnar í sambandinu væru ekki góðar og að þar væri lítill hagvöxtur miðað við önnur ríki. „Við verðum að ræða heildarmyndina og hvað er að gerast,“ sagði Lilja sem benti einnig á að verðbólgan á Íslandi væri á niðurleið, þó að hún teldi reyndar að ríkisstjórnin hefði „sóað heilu ári“ þar sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að efna gefin loforð um að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hefur ekki verið meiri síðan í janúar. „Verðbólgan er þrálát og hún er að koma niður og þá skapast ný skilyrði til að lækka vexti,“ sagði Lilja. „Þagnarhönd“ hagsmunaafla En Dagur telur krónuna ekki aðeins koma niður á fólkinu í landinu heldur einnig fyrirtækjum. Hún væri samkeppnishindrun sem stæði vegi fyrir erlendri fjárfestingu og samkeppni á banka- og tryggingamarkaði. Ferðaþjónustan, sem væri ein af burðargreinum Íslands, liði fyrir óstöðugleika krónunnar og erfiðleikum við að gera langtímaáætlanir. „Íslenskt atvinnulíf hefur á undanförnum vikum verið að kalla eftir meiri erlendri fjárfestingu, og almennri umræðu, til þess að tala um þennan, sem ég vil kalla bleika fíl, sem er munurinn á vaxtakjörum og því hvað krónan er mikil samkeppnishindrun,“ sagði Dagur. „Það eru einhverjir hagsmunir einhvers staðar sem einhvern veginn leggja einhverja þagnarhönd yfir þetta. Og það gengur ekki og alls ekki í núverandi stöðu.“ Hann vildi þá meina að krónan væri „tæki hinna fáu og stóru til þess að færa skellinn yfir á almenning.“ Lilja brást við hlæjandi: „Þetta er bara frasi, Dagur, enga frasapólitík hér.“ „Þannig hefur það verið í hundrað ár,“ bætti Dagur við, sem viðurkennir að krónan hafi sína kosti en vill meina að hún hafi fleiri galla. „Það er enginn sem vill fara út úr evrunni sem er þar inni. Af hverju? Vegna þess að þetta tryggir lægri vexti og betri kjör fyrir almenning og fyrirtæki.“ En Lilja sagði að á Íslandi væri auðlindadrifið hagkerfi sem reiddi sig á orku, ferðaþjónustu og sjávarútveg og því þyrfti að horfa á þann efnahagslega raunveruleika sem við blasti. Evran ein og sér byggi til dæmis ekki til framboð af húsnæði, sem mikil þörf er á. „Menn verða að hafa í huga að það er best að fara í kerfisbreytingar hér heima,“ sagði Lilja. „Við verðum miklu fljótari að fara í það og við getum þannig náð lægri vöxtum. Ég fullyrði það.“
Fjármál heimilisins Evrópusambandið Íslenska krónan Sprengisandur Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira