Bíó og sjónvarp

Sópa til sín verð­launum um heim allan

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk í myndinni.
Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk í myndinni.

Sænsk-íslenska stuttmyndin O (Hringur) hlaut verðlaun á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu um helgina. Um er að ræða nítjándu verðlaunin sem myndin hlýtur á alþjóðlegri kvikmyndahátíð.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og hefur síðan þá farið sigurgöngu á mörgum hátíðum um heim allan. Hún hlaut Danzante-verðlaunin í júní, sem eru aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Huesca á Spáni, og er þannig komin í forval til Óskarsverðlauna næsta árs.

Í fréttatilkynningu er myndinni lýst sem „ljóðrænni frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur“.

Rúnar Rúnarsson er leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Heather Millard.

„Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag sem myndin okkar hefur verið. Við erum svo stolt af öllu fólkinu sem gerði myndina með okkur og gerði hana að veruleika,“ er haft eftir Millard, sem hvetur áhugasama til að mæta í Kringlubíó næsta fimmtudag þar sem myndin verður sýnd í tvígang. 

Sýnishorn má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.