Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Eygló Fanndal Sturludóttir vann sögulegan Evrópumeistaratitil í vor en árið hefur ekki endað vel hjá henni. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir stendur frammi fyrir nýrri áskorun og krefjandi kringumstæðum sem munu án efa gera Evrópumeistaranum erfitt fyrir að halda sér í hópi þeirra bestu í sinni grein. Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðsla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðsla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira