Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2025 08:33 Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu. Á þessum áttatíu árum hafa hátt í 50.000 einstaklingar, alls staðar af á landinu, notið þjónustu Reykjalundar. Markmiðið var skýrt frá fyrstu dögum: Að veita fólki með alvarleg veikindi eða líkamlega skerðingu möguleika á bata og auknum lífsgæðum. Í fyrstu snerist þjónusta Reykjalundar um stuðning við berklaveika en á síðari áratugum hefur áherslan verið á endurhæfingu og að hjálpa fólki að endurheimta styrk, sjálfstæði og lífsgleði á erfiðum tímum. Sjálfbær heildarsýn á endurhæfingu Í áratugi hefur Reykjalundur verið leiðandi á sínu sviði og engin íslensk heilbrigðisstofnun hefur viðlíka reynslu og þekkingu á endurhæfingu. Mikil þróun hefur átt sér stað og heldur hún stöðugt áfram, hvort sem um nýja tækni eða framfarir í heilbrigðisþjónustu er að ræða eða breyttar þarfir sjúklinga. Undanfarna mánuði hefur SÍBS, sem rekur Reykjalund, unnið að metnaðarfullri framtíðarsýn og stefnumótun fyrir Reykjalundarsvæðið í samstarfi við KPMG. Á landsvæði SÍBS að Reykjalundi eru fjölmörg tækifæri til að þróa þjónustu sem styður við heildræna nálgun í endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Í þeirri vinnu hefur félagið bæði litið til eigin reynslu og þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í samfélaginu. Markmiðið er að móta nýja og sjálfbæra heildarsýn þar sem endurhæfing, fræðsla, rannsóknir og þjónusta tengjast nánum böndum. Endurhæfing er góð fjárfesting Til þess að Reykjalundur geti áfram verið traustur hlekkur í heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að samstaða skapist um áframhaldandi stuðning og fjárfestingu í uppbyggingu endurhæfingar. SÍBS hefur í því sambandi óskað eftir viðræðum við stjórnvöld og aðra hagaðila um langtímauppbyggingu á sviði endurhæfingar, með áherslu á nýjan langtímasamning fyrir Reykjalund. Endurhæfing er ein hagkvæmasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á en með henni öðlast fólk tækifæri til að taka aftur fullan þátt í samfélaginu. Slík grunnþjónusta verður ekki byggð á tímabundnum lausnum heldur með ábyrgri og fyrirsjáanlegri uppbyggingu. Stöndum vörð um framtíð Reykjalundar. Höfundur er formaður SÍBS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu. Á þessum áttatíu árum hafa hátt í 50.000 einstaklingar, alls staðar af á landinu, notið þjónustu Reykjalundar. Markmiðið var skýrt frá fyrstu dögum: Að veita fólki með alvarleg veikindi eða líkamlega skerðingu möguleika á bata og auknum lífsgæðum. Í fyrstu snerist þjónusta Reykjalundar um stuðning við berklaveika en á síðari áratugum hefur áherslan verið á endurhæfingu og að hjálpa fólki að endurheimta styrk, sjálfstæði og lífsgleði á erfiðum tímum. Sjálfbær heildarsýn á endurhæfingu Í áratugi hefur Reykjalundur verið leiðandi á sínu sviði og engin íslensk heilbrigðisstofnun hefur viðlíka reynslu og þekkingu á endurhæfingu. Mikil þróun hefur átt sér stað og heldur hún stöðugt áfram, hvort sem um nýja tækni eða framfarir í heilbrigðisþjónustu er að ræða eða breyttar þarfir sjúklinga. Undanfarna mánuði hefur SÍBS, sem rekur Reykjalund, unnið að metnaðarfullri framtíðarsýn og stefnumótun fyrir Reykjalundarsvæðið í samstarfi við KPMG. Á landsvæði SÍBS að Reykjalundi eru fjölmörg tækifæri til að þróa þjónustu sem styður við heildræna nálgun í endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Í þeirri vinnu hefur félagið bæði litið til eigin reynslu og þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í samfélaginu. Markmiðið er að móta nýja og sjálfbæra heildarsýn þar sem endurhæfing, fræðsla, rannsóknir og þjónusta tengjast nánum böndum. Endurhæfing er góð fjárfesting Til þess að Reykjalundur geti áfram verið traustur hlekkur í heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að samstaða skapist um áframhaldandi stuðning og fjárfestingu í uppbyggingu endurhæfingar. SÍBS hefur í því sambandi óskað eftir viðræðum við stjórnvöld og aðra hagaðila um langtímauppbyggingu á sviði endurhæfingar, með áherslu á nýjan langtímasamning fyrir Reykjalund. Endurhæfing er ein hagkvæmasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á en með henni öðlast fólk tækifæri til að taka aftur fullan þátt í samfélaginu. Slík grunnþjónusta verður ekki byggð á tímabundnum lausnum heldur með ábyrgri og fyrirsjáanlegri uppbyggingu. Stöndum vörð um framtíð Reykjalundar. Höfundur er formaður SÍBS.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun