„Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. nóvember 2025 08:33 Langt og strangt bataferli liggur fyrir Eygló sem fagnar því þó að niðurstaða fékkst í það sem var að hrjá hana. Vísir/Sigurjón Ein fremsta íþróttakona landsins verður frá keppni næstu mánuðina vegna brjóskloss. Meiðslin hafa strítt henni um hríð og vanda verk var að finna út úr því hvað amaði að. Síðustu vikur hafa því tekið á og ljóst að næstu mánuðir verða einnig strembnir. Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira