María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 09:32 María Ólafsdóttir Grós hefur staðið sig vel í sænsku deildinni í ár og vann sér sæti í íslenska landsliðinu. @linkopingfootballclub Íslenska landsliðskonan María Ólafsdóttir Grós var verðlaunuð fyrir leik Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub) Sænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Sjá meira
María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub)
Sænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Sjá meira