Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 16:31 Rob Gronkowski er líflegur og skemmtilegur persónuleiki en hann var líka stórkostlegur leikmaður á sínum tíma. Getty/John Nacion Rob Gronkowski er einn besti innherji sögunnar og þekktastur fyrir tíma sinn hjá New England Patriots. Hann endaði hins vegar feril sinn sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers. Nú ætlar kappinn að breyta því á formlegan hátt áður en skórnir fara endanlega upp á hillu. Gronkowski ætlar að skrifa undir táknrænan eins dags samning við New England Patriots á morgun svo hann geti lagt skóna upp á hillu sem leikmaður Patriots fyrir lífstíð. Hann ætlar með því að uppfylla ósk náins vinar sem lést úr krabbameini fyrr í mánuðinum. Gronkowski, sem lék með Patriots frá 2010 til 2018 og var hluti af þremur meistaraliðum áður en hann lauk ferlinum og vann annan titil með Tampa Bay Buccaneers árin 2020–2021. On Fox's pre-show earlier today, Rob Gronkowski announced he's signing a 1 day contract this week to retire as a New England Patriot! He also picked the Pats to win in Tampa! 🫡 pic.twitter.com/6gVxgOnJ7X— Follow: @ThrowbackPATS (@ThrowbackPATS) November 9, 2025 Táknræni samningurinn var hugmynd Susan Hurley en Gronkowski myndaði náin vináttubönd við hana í gegnum umfangsmikið góðgerðarstarf sitt í Nýja-Englandi. Í ágúst, þegar Gronkowski vígði nýjan leikvöll í Boston sem hann gaf 1,8 milljónir dala til, sagði hann að verkefnið væri innblásið af Hurley. Þann dag spurði Hurley: „Getum við ekki bara gert þetta formlegt og samið við hann til eins dags svo hann geti hætt sem leikmaður Patriots?“ Eigandinn Robert Kraft, sem hafði þegar ætlað að gera þetta þegar Gronkowski yrði gjaldgengur í heiðurshöll liðsins á næsta ári, studdi þá hugmynd að flýta ferlinu og Gronkowski sagði: „Mér líst mjög vel á það og ástæðan fyrir því að við ætlum að gera þetta er vegna Susan Hurley,“ sagði Gronkowski þegar hann tilkynnti þetta á sunnudaginn þegar hann var að starfa sem sérfræðingur hjá Fox Sports. Hurley tapaði hetjulegri baráttu við krabbamein þann 1. nóvember. Hún var 62 ára. Gronkowski er í hundrað ára afmælisliði NFL-deildarinnar og er talinn einn besti innherji í sögu NFL. Á ellefu tímabilum í deildarkeppninni skoraði hann 92 snertimörk og bætti við fimmtán snertimörkum í úrslitakeppninni. 🚨🚨BREAKING NEWS🚨🚨Legendary tight end Rob Gronkowski is signing a ONE-DAY contract this week to RETIRE with the New England #Patriots.Gronk is the greatest TE ever & played 9 seasons in NE:4x SB Champ5x Pro Bowler4x All-Pro2010s All-Decade TeamThe undisputed GOAT 🐐 pic.twitter.com/QCvC7bzdMZ— MLFootball (@MLFootball) November 10, 2025 NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Gronkowski ætlar að skrifa undir táknrænan eins dags samning við New England Patriots á morgun svo hann geti lagt skóna upp á hillu sem leikmaður Patriots fyrir lífstíð. Hann ætlar með því að uppfylla ósk náins vinar sem lést úr krabbameini fyrr í mánuðinum. Gronkowski, sem lék með Patriots frá 2010 til 2018 og var hluti af þremur meistaraliðum áður en hann lauk ferlinum og vann annan titil með Tampa Bay Buccaneers árin 2020–2021. On Fox's pre-show earlier today, Rob Gronkowski announced he's signing a 1 day contract this week to retire as a New England Patriot! He also picked the Pats to win in Tampa! 🫡 pic.twitter.com/6gVxgOnJ7X— Follow: @ThrowbackPATS (@ThrowbackPATS) November 9, 2025 Táknræni samningurinn var hugmynd Susan Hurley en Gronkowski myndaði náin vináttubönd við hana í gegnum umfangsmikið góðgerðarstarf sitt í Nýja-Englandi. Í ágúst, þegar Gronkowski vígði nýjan leikvöll í Boston sem hann gaf 1,8 milljónir dala til, sagði hann að verkefnið væri innblásið af Hurley. Þann dag spurði Hurley: „Getum við ekki bara gert þetta formlegt og samið við hann til eins dags svo hann geti hætt sem leikmaður Patriots?“ Eigandinn Robert Kraft, sem hafði þegar ætlað að gera þetta þegar Gronkowski yrði gjaldgengur í heiðurshöll liðsins á næsta ári, studdi þá hugmynd að flýta ferlinu og Gronkowski sagði: „Mér líst mjög vel á það og ástæðan fyrir því að við ætlum að gera þetta er vegna Susan Hurley,“ sagði Gronkowski þegar hann tilkynnti þetta á sunnudaginn þegar hann var að starfa sem sérfræðingur hjá Fox Sports. Hurley tapaði hetjulegri baráttu við krabbamein þann 1. nóvember. Hún var 62 ára. Gronkowski er í hundrað ára afmælisliði NFL-deildarinnar og er talinn einn besti innherji í sögu NFL. Á ellefu tímabilum í deildarkeppninni skoraði hann 92 snertimörk og bætti við fimmtán snertimörkum í úrslitakeppninni. 🚨🚨BREAKING NEWS🚨🚨Legendary tight end Rob Gronkowski is signing a ONE-DAY contract this week to RETIRE with the New England #Patriots.Gronk is the greatest TE ever & played 9 seasons in NE:4x SB Champ5x Pro Bowler4x All-Pro2010s All-Decade TeamThe undisputed GOAT 🐐 pic.twitter.com/QCvC7bzdMZ— MLFootball (@MLFootball) November 10, 2025
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira