Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2025 07:01 Varþskipið Þór utan við Sæbraut í Reykjavík. Landhelgisgæslan getur stöðvað för meintra fíkniefnasmyglara á sjó en engin lagalega heimild er til að granda þeim eins og Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gert að undanförnu. Vísir/Vilhelm Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu. Að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í tuttugu árásum Bandaríkjahers á meinta smyglbáta undan ströndum Suður-Ameríku, bæði í Karíbahafi og Kyrrahafi á undanförnum vikum. Fjórir létust í slíkri árás í Karíbahafi í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Skjáskot úr mynbandi af hraðbát sem Bandaríkjastjórn heldur fram að hafi verið notaður til þess að smygla fíkniefnum frá Venesúela til Bandaríkjanna. Ellefu manns eru sagðir hafa fallið þegar Bandaríkjaher grandaði bátnum á sunnanverðu Karíbahafi í byrjun september.Yfirstjórn Bandaríkjahers á suðursvæði (Southcom) Engin lagaheimild er að granda skipum meintra fíkniefnasmyglara við strendur Íslands á þennan hátt og það gæti verið brot á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands, að því er segir í skriflegum svörum Landhelgisgæslunnar og embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. „Slík aðgerð væri í andstöðu við íslensk lög og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að,“ segir í svari landhelgisgæslunnar. Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna (UNCLOS) setji meðal annars skýr mörk varðandi valdbeitingarheimildir ríkja gagnvart skipum annarra ríkja, bæði í eigin lögsögu og á úthafinu. Mega stöðva skip, fara um borð og taka yfir stjórn Upplýst hefur verið um nokkur tilfelli þar sem fíkniefnum var smyglað til landsins með skútum á undanförnum árum og áratugum. Landhelgisgæslan segist hafa heimild til að grípa til aðgerða gegn slíkum skipum á hafsvæðinu við Ísland ef grunur leiki á um lögbrot, þar á meðal fíkniefnasmygl. „Þessar aðgerðir geta falið í sér að stöðva skip, fara um borð, yfirtaka stjórn þess og vísa því til hafnar,“ segir í svarinu. Allar slíkar aðgerðir þurfa hins vegar að byggjast á rökstuddum grun um brot og vera í samræmi við meðalhóf og lögmæti. Í sama streng tekur ríkislögreglustjóri. Að granda eða sökkva skipi eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl gengi gegn meðalhófsreglu og gæti stangast á við lagareglur og alþjóðlegar skuldbindingar sem lögreglu beri að virða. „Yfirstjórn lögregluaðgerða, þar á meðal vopnaðra aðgerða, er hjá lögregluyfirvöldum samkvæmt lögreglulögum og fer framkvæmd þeirra ávallt eftir lögbundnum skilyrðum og meðalhófi,“ segir í svari ríkislögreglustjóra. Vísir sendi dómsmálaráðuneytinu sömu fyrirspurn um lögmæti árása á meinta smyglbáta. Ráðuneytið sagðist ekki telja tilefni til að koma á framfæri sérstakri afstöðu sinni en vísaði til svara Gæslunnar og ríkislögreglustjóra. Lítið vitað um þá látnu en tæplega neinir höfuðpaurar Bandaríkjastjórn hefur fullyrt að um borð í bátunum hafi verið „fíkniefnahryðjuverkamenn“ að smygla „banvænum“ fíkniefnum til Bandaríkjanna. Meintir smyglarar séu „ólöglegir vígamenn“, skilgreining sem er ekki að finna í alþjóðasamningum, sem Bandaríkin eigi í vopnuðum átökum við. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti nýlega. Lítið er aftur á móti raunverulega vitað um þá sem hafa fallið í árásunum á bátana. AP-fréttastofan náði að bera kennsl á fjóra þeirra og afla upplýsinga um fimm til viðbótar í Venesúela í síðustu viku. Þeir hafi vissulega smyglað fíkniefnum en þeir hafi hvorki verið hryðjuverkamenn né höfuðpaurar glæpasamtaka eða gengja. Flestir mannanna hafi verið verið í sinni fyrstu eða annarri siglingu. Í hópnum hafi verið verkamenn, einn sjómaður og atvinnubílstjóri. Tveir hafi verið smákrimmar en einn glæpaforingi sem smyglaði fyrir umsvifameiri fíkniefnabaróna. Aftökur utan dóms og laga Bandaríkjastjórn hefur ekki lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir því að skipin sem hún hefur látið granda hafi raunverulega verið notuð til þess að smygla fíkniefnum og enginn dómstóll hefur fjallað um sekt eða sakleysi bátverjanna. Dauðarefsing liggur almennt ekki við fíkniefnabrotum í nokkru ríki Bandaríkjanna og enginn hefur verið dæmdur til dauða fyrir slík brot. Í fyrri forsetatíð Donalds Trump, núverandi forseta, hvatti dómsmálaráðherra hans saksóknara hins vegar til þess að krefjast dauðarefsingar í stórfelldum fíkniefnasmyglmálum á grundvelli lítt notaðra laga. Bandaríska herskipið USS Gravely í Karíbahafi í siðasta mánuði.AP/Robert Taylor Árásirnar hafa því verið kallaðar aftökur utan dóms og laga. Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, kallaði Bandaríkjastjórn „morðingja“ og fullyrti að saklausir landar hans hefðu verið um borð í sumum bátanna sem Bandaríkjaher tortímdi. Bandaríkjastjórn brást við með því að tilkynna refsiaðgerðir gegn Petro, eiginkonu hans og syni. Vilja ekki verða meðsekir í mögulegum brotum Bandaríkjamanna Viðbrögð vestrænna ríkja við þessum árásum Bandaríkjahers hafa fram að þessu verið tempruð. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði leiðtogum í Rómönsku-Ameríku í september að alþjóðalög væru skýr um árásir sem þessar. „Það má beita valdi á tvennum forsendum: annars vegar í sjálfsvörn, hins vegar með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Kallas á fundi í Kólumbíu. Bresk stjórnvöld eru sögð hafa ákveðið að hætta að deila upplýsingum um mögulega fíkniefnasmyglbáta í Karíbahafi með Bandaríkjamönnum. CNN-fréttastöðin segir ástæðuna þá að þau telji árásirnar ólöglegar og að þau vilji ekki gerast meðsek í þeim. Nokkur bresk yfirráðasvæði eru í Karíbahafi. Þrátt fyrir alla gagnrýni hafa Trump forseti og undirsátar hans hreykt sér af drápunum undanfarna mánuði. Þeir hafa ítrekað „grínast“ með að saklausir sjómenn í Suður-Ameríku þori ekki lengur að róa til fiskjar af ótta við að verða skotmark Bandaríkjahers. Landhelgisgæslan Hafið Bandaríkin Fíkniefnabrot Venesúela Kólumbía Bretland Öryggis- og varnarmál Donald Trump Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í tuttugu árásum Bandaríkjahers á meinta smyglbáta undan ströndum Suður-Ameríku, bæði í Karíbahafi og Kyrrahafi á undanförnum vikum. Fjórir létust í slíkri árás í Karíbahafi í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Skjáskot úr mynbandi af hraðbát sem Bandaríkjastjórn heldur fram að hafi verið notaður til þess að smygla fíkniefnum frá Venesúela til Bandaríkjanna. Ellefu manns eru sagðir hafa fallið þegar Bandaríkjaher grandaði bátnum á sunnanverðu Karíbahafi í byrjun september.Yfirstjórn Bandaríkjahers á suðursvæði (Southcom) Engin lagaheimild er að granda skipum meintra fíkniefnasmyglara við strendur Íslands á þennan hátt og það gæti verið brot á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands, að því er segir í skriflegum svörum Landhelgisgæslunnar og embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. „Slík aðgerð væri í andstöðu við íslensk lög og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að,“ segir í svari landhelgisgæslunnar. Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna (UNCLOS) setji meðal annars skýr mörk varðandi valdbeitingarheimildir ríkja gagnvart skipum annarra ríkja, bæði í eigin lögsögu og á úthafinu. Mega stöðva skip, fara um borð og taka yfir stjórn Upplýst hefur verið um nokkur tilfelli þar sem fíkniefnum var smyglað til landsins með skútum á undanförnum árum og áratugum. Landhelgisgæslan segist hafa heimild til að grípa til aðgerða gegn slíkum skipum á hafsvæðinu við Ísland ef grunur leiki á um lögbrot, þar á meðal fíkniefnasmygl. „Þessar aðgerðir geta falið í sér að stöðva skip, fara um borð, yfirtaka stjórn þess og vísa því til hafnar,“ segir í svarinu. Allar slíkar aðgerðir þurfa hins vegar að byggjast á rökstuddum grun um brot og vera í samræmi við meðalhóf og lögmæti. Í sama streng tekur ríkislögreglustjóri. Að granda eða sökkva skipi eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl gengi gegn meðalhófsreglu og gæti stangast á við lagareglur og alþjóðlegar skuldbindingar sem lögreglu beri að virða. „Yfirstjórn lögregluaðgerða, þar á meðal vopnaðra aðgerða, er hjá lögregluyfirvöldum samkvæmt lögreglulögum og fer framkvæmd þeirra ávallt eftir lögbundnum skilyrðum og meðalhófi,“ segir í svari ríkislögreglustjóra. Vísir sendi dómsmálaráðuneytinu sömu fyrirspurn um lögmæti árása á meinta smyglbáta. Ráðuneytið sagðist ekki telja tilefni til að koma á framfæri sérstakri afstöðu sinni en vísaði til svara Gæslunnar og ríkislögreglustjóra. Lítið vitað um þá látnu en tæplega neinir höfuðpaurar Bandaríkjastjórn hefur fullyrt að um borð í bátunum hafi verið „fíkniefnahryðjuverkamenn“ að smygla „banvænum“ fíkniefnum til Bandaríkjanna. Meintir smyglarar séu „ólöglegir vígamenn“, skilgreining sem er ekki að finna í alþjóðasamningum, sem Bandaríkin eigi í vopnuðum átökum við. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti nýlega. Lítið er aftur á móti raunverulega vitað um þá sem hafa fallið í árásunum á bátana. AP-fréttastofan náði að bera kennsl á fjóra þeirra og afla upplýsinga um fimm til viðbótar í Venesúela í síðustu viku. Þeir hafi vissulega smyglað fíkniefnum en þeir hafi hvorki verið hryðjuverkamenn né höfuðpaurar glæpasamtaka eða gengja. Flestir mannanna hafi verið verið í sinni fyrstu eða annarri siglingu. Í hópnum hafi verið verkamenn, einn sjómaður og atvinnubílstjóri. Tveir hafi verið smákrimmar en einn glæpaforingi sem smyglaði fyrir umsvifameiri fíkniefnabaróna. Aftökur utan dóms og laga Bandaríkjastjórn hefur ekki lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir því að skipin sem hún hefur látið granda hafi raunverulega verið notuð til þess að smygla fíkniefnum og enginn dómstóll hefur fjallað um sekt eða sakleysi bátverjanna. Dauðarefsing liggur almennt ekki við fíkniefnabrotum í nokkru ríki Bandaríkjanna og enginn hefur verið dæmdur til dauða fyrir slík brot. Í fyrri forsetatíð Donalds Trump, núverandi forseta, hvatti dómsmálaráðherra hans saksóknara hins vegar til þess að krefjast dauðarefsingar í stórfelldum fíkniefnasmyglmálum á grundvelli lítt notaðra laga. Bandaríska herskipið USS Gravely í Karíbahafi í siðasta mánuði.AP/Robert Taylor Árásirnar hafa því verið kallaðar aftökur utan dóms og laga. Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, kallaði Bandaríkjastjórn „morðingja“ og fullyrti að saklausir landar hans hefðu verið um borð í sumum bátanna sem Bandaríkjaher tortímdi. Bandaríkjastjórn brást við með því að tilkynna refsiaðgerðir gegn Petro, eiginkonu hans og syni. Vilja ekki verða meðsekir í mögulegum brotum Bandaríkjamanna Viðbrögð vestrænna ríkja við þessum árásum Bandaríkjahers hafa fram að þessu verið tempruð. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði leiðtogum í Rómönsku-Ameríku í september að alþjóðalög væru skýr um árásir sem þessar. „Það má beita valdi á tvennum forsendum: annars vegar í sjálfsvörn, hins vegar með ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Kallas á fundi í Kólumbíu. Bresk stjórnvöld eru sögð hafa ákveðið að hætta að deila upplýsingum um mögulega fíkniefnasmyglbáta í Karíbahafi með Bandaríkjamönnum. CNN-fréttastöðin segir ástæðuna þá að þau telji árásirnar ólöglegar og að þau vilji ekki gerast meðsek í þeim. Nokkur bresk yfirráðasvæði eru í Karíbahafi. Þrátt fyrir alla gagnrýni hafa Trump forseti og undirsátar hans hreykt sér af drápunum undanfarna mánuði. Þeir hafa ítrekað „grínast“ með að saklausir sjómenn í Suður-Ameríku þori ekki lengur að róa til fiskjar af ótta við að verða skotmark Bandaríkjahers.
Landhelgisgæslan Hafið Bandaríkin Fíkniefnabrot Venesúela Kólumbía Bretland Öryggis- og varnarmál Donald Trump Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira