Handbolti

Stærsta tap tíma­bilsins beið Fram í Sviss

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa átt erfitt uppdráttar í Evrópudeildinni.
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa átt erfitt uppdráttar í Evrópudeildinni. vísir

Fram tapaði 40-25 á útivelli gegn svissneska liðinu Kriens í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í handbolta.

Eftir tvö töp á heimavelli gegn Porto og Elverum gerði Fram sér ferð til Sviss en beið þar stærsta tap tímabilsins hingað til.

Fram hefur ekki enn unnið leik í Evrópudeildinni og er í neðsta sæti D-riðils með -33 markatölu.

Kjartan Þór Júlíusson var markahæstur hjá Fram með 7 mörk úr 12 skotum en Dagur Fannar Möller, Rúnar Kárason og Theodór Sigurðsson skoruðu svo allir 3 mörk hver.

Elverum og Porto eigast einnig við í kvöld en þeim leik er ekki enn lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×