Móta stefnu um notkun gervigreindar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 13:51 Háskólinn á Akureyri Vísir/Viktor Freyr Háskólinn á Akureyri hefur mótað stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við skólann. Með stefnunni er viðurkennt að gervigreindin komi til með að vera stór hluti af starfsemi háskólasamfélagsins og vilja þau að hún muni efla starfsemina. Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023. Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023.
Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira