Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2025 07:01 Ísland hefur átt í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg vegna Parísarsamningsins frá upphafi. Það kom þó aðeins í ljós í fyrra að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið samstarfið og ekki verið heimilt að nota losunarmarkmið ESB sem sitt eigið gagnvart samningnum. Vísir Ísland er með sjálfstæða aðild að Parísarsamninginum sem er ekki háð samstarfi við Evrópusambandið, að sögn fulltrúa sendinefndar sambandsins á Íslandi. Stjórnvöld þurftu nýlega að leiðrétta losunarmarkmið sem var skilað til samningsins vegna misskilnings um eðli samstarfsins við ESB. Misskilningur íslenskra stjórnvalda virðist hafa snúist um að Ísland tæki beinan þátt í markmiði Evrópusambandsins um 55 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Noregur og Ísland hafa átt í samstarfi við ESB um Parísarsamninginn frá því að hann var gerður fyrir áratug. Aðildarríki samningsins þurfa að skila inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum sem kveða í raun á um markmið þeirra um samdrátt í losun. Á grundvelli misskilningsins sögðust íslensk stjórnvöld árið 2021 stefna á rúmlega helmings samdrátt og að honum ætti að ná í samstarfi við ESB og Noreg. Athugasemdir voru gerðar við þessa framsetningu við úttekt á samningnum snemma árs 2024. Bæði rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem heldur utan um samninginn, og ESB leit svo á að framlag Íslands væri óháð markmiði sambandsins. Stjórnvöld leiðréttu því framlagið í september, um svipað leyti og þau skiluðu inn nýju markmiði fyrir árið 2035. Hver um sig sjálfstæður aðili að Parísarsamningi Þær skýringar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið á misskilningum er að stjórnvöld hafi talið að samstarfið væri sama eðlis og á tímabili Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamningsins. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með ESB. Vísaði ráðuneytið til óskýrrar forsendu samstarfsins við ESB og tæknilegra flókinna viðræðna EFTA-ríkjanna um innleiðingu og aðlaganir loftslagsregluverks ESB. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir það íslenskra stjórnvalda að skýra skilning sinn á landsframlagi sínu gagnvart Parísarsamningnum. Frá sjónarhóli sambandsins byggi samstarf þess við Ísland og Noreg á sameiginlegri skuldbindingu þeirra um að bregðast við loftslagsbreytingum og að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Hvert og eitt er sérstakur aðili að Parísarsamningnum en skerpt er á samstarfi okkar í EES-samningnum,“ segir í skriflegu svari Ulfgard við fyrirspurn Vísis um misskilninginn. „Ómissandi“ þátttakendur í loftslagsmetnaði Evrópu Samstarf Íslands við ESB um loftslagssamninginn gengur þannig í raun ekki út á sameiginlegt losunarmarkmið. Ísland hefur aftur á móti tekið upp þau þrjú stjórnkerfi sem ESB hefur smíðað utan um losunarmarkmið sín í gegnum EES-samninginn. Þetta eru viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) fyrir stóriðju og alþjóðaflug, ESR-kerfið með svonefnda samfélagslosun og LULUCF utan um losun vegna landnotkunar. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.Evrópusambandið Ulfgard segir í svari sínu að þessi kerfi styðji ESB, Ísland og Noreg í því að þau nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, hvert fyrir sig. „Ísland og Noregur eru þannig ómissandi (e. integral) samstarfsaðilar sem leggja sitt að mörkum til að heildaraðgerðir í loftslagsmálum nái árangri og í því markmiði okkar að verða fyrsta kolefnishlutlausa álfan fyrir árið 2050,“ segir varasendiherrann. Ábyrgð og skyldur gagnvart ESB, ekki Parísarsamningnum Þessi skilningur sendifulltrúa ESB á samstarfi Íslands og sambandsins er sá sami og kom fram í lögfræðilegri álitsgerð sem Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði og fulltrúi í Loftslagsráði, vann fyrir ráðið í haust. Í álitsgerðinni ályktar prófessorinn að Ísland sé með sjálfstæða aðild að Parísarsamningnum og ábyrgð stjórnvalda gagnvart honum sé óháð ESB. Þær skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir gagnvart ESB séu óháðar Parísarsamningnum sjálfum þótt þær byggist á markmiðum hans. Þátttöku í stjórnkerfum ESB fylgir aftur krafa um árangur og vanefndir geta haft fjárhagslegar afleiðingar. Ísland gæti þannig þurft að kaupa losunarheimildir standist það ekki skuldbindingar sínar í evrópsku kerfunum. Stjórnvöld greiddu hundruð milljóna til þess að gera upp skuldbindingar sínar sem náðust ekki á tímabili Kýótóbókunarinnar. Slíkum afleiðingum er ekki til að dreifa gagnvart Parísarsamningnum. Þar er ekki kveðið á um tiltekinn árangur í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Aðeins að aðildarríki hans upplýsi um markmið sín og uppfæri þau reglulega upp á við. Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Misskilningur íslenskra stjórnvalda virðist hafa snúist um að Ísland tæki beinan þátt í markmiði Evrópusambandsins um 55 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Noregur og Ísland hafa átt í samstarfi við ESB um Parísarsamninginn frá því að hann var gerður fyrir áratug. Aðildarríki samningsins þurfa að skila inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum sem kveða í raun á um markmið þeirra um samdrátt í losun. Á grundvelli misskilningsins sögðust íslensk stjórnvöld árið 2021 stefna á rúmlega helmings samdrátt og að honum ætti að ná í samstarfi við ESB og Noreg. Athugasemdir voru gerðar við þessa framsetningu við úttekt á samningnum snemma árs 2024. Bæði rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem heldur utan um samninginn, og ESB leit svo á að framlag Íslands væri óháð markmiði sambandsins. Stjórnvöld leiðréttu því framlagið í september, um svipað leyti og þau skiluðu inn nýju markmiði fyrir árið 2035. Hver um sig sjálfstæður aðili að Parísarsamningi Þær skýringar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið á misskilningum er að stjórnvöld hafi talið að samstarfið væri sama eðlis og á tímabili Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamningsins. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með ESB. Vísaði ráðuneytið til óskýrrar forsendu samstarfsins við ESB og tæknilegra flókinna viðræðna EFTA-ríkjanna um innleiðingu og aðlaganir loftslagsregluverks ESB. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir það íslenskra stjórnvalda að skýra skilning sinn á landsframlagi sínu gagnvart Parísarsamningnum. Frá sjónarhóli sambandsins byggi samstarf þess við Ísland og Noreg á sameiginlegri skuldbindingu þeirra um að bregðast við loftslagsbreytingum og að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Hvert og eitt er sérstakur aðili að Parísarsamningnum en skerpt er á samstarfi okkar í EES-samningnum,“ segir í skriflegu svari Ulfgard við fyrirspurn Vísis um misskilninginn. „Ómissandi“ þátttakendur í loftslagsmetnaði Evrópu Samstarf Íslands við ESB um loftslagssamninginn gengur þannig í raun ekki út á sameiginlegt losunarmarkmið. Ísland hefur aftur á móti tekið upp þau þrjú stjórnkerfi sem ESB hefur smíðað utan um losunarmarkmið sín í gegnum EES-samninginn. Þetta eru viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) fyrir stóriðju og alþjóðaflug, ESR-kerfið með svonefnda samfélagslosun og LULUCF utan um losun vegna landnotkunar. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.Evrópusambandið Ulfgard segir í svari sínu að þessi kerfi styðji ESB, Ísland og Noreg í því að þau nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, hvert fyrir sig. „Ísland og Noregur eru þannig ómissandi (e. integral) samstarfsaðilar sem leggja sitt að mörkum til að heildaraðgerðir í loftslagsmálum nái árangri og í því markmiði okkar að verða fyrsta kolefnishlutlausa álfan fyrir árið 2050,“ segir varasendiherrann. Ábyrgð og skyldur gagnvart ESB, ekki Parísarsamningnum Þessi skilningur sendifulltrúa ESB á samstarfi Íslands og sambandsins er sá sami og kom fram í lögfræðilegri álitsgerð sem Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði og fulltrúi í Loftslagsráði, vann fyrir ráðið í haust. Í álitsgerðinni ályktar prófessorinn að Ísland sé með sjálfstæða aðild að Parísarsamningnum og ábyrgð stjórnvalda gagnvart honum sé óháð ESB. Þær skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir gagnvart ESB séu óháðar Parísarsamningnum sjálfum þótt þær byggist á markmiðum hans. Þátttöku í stjórnkerfum ESB fylgir aftur krafa um árangur og vanefndir geta haft fjárhagslegar afleiðingar. Ísland gæti þannig þurft að kaupa losunarheimildir standist það ekki skuldbindingar sínar í evrópsku kerfunum. Stjórnvöld greiddu hundruð milljóna til þess að gera upp skuldbindingar sínar sem náðust ekki á tímabili Kýótóbókunarinnar. Slíkum afleiðingum er ekki til að dreifa gagnvart Parísarsamningnum. Þar er ekki kveðið á um tiltekinn árangur í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Aðeins að aðildarríki hans upplýsi um markmið sín og uppfæri þau reglulega upp á við.
Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira