Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, Jón Ingvar Kjaran og Susan Elizabeth Gollifer skrifa 12. nóvember 2025 22:20 Nýlegar fullyrðingar sem komið hafa fram víða í fréttum um að erlendir nemar misnoti háskólakerfið geta grafið undan trúverðugleika og gæðum íslenskra háskóla. Enn fremur geta slíkar fullyrðingar, sem sérstaklega beinast að nemendum frá tilteknum löndum aukið á fordóma í garð ákveðinna hópa. Hér að neðan viljum við því draga fram nokkrar staðreyndir sem tengjast málinu til að andæfa þeim rangfærslum sem hafa verið settar fram og stuðla að mannúðlegri og málefnalegri umræðu um efnið. Frá árinu 2008 hefur Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðið upp á nám í alþjóðlegum menntunarfræðum. Síðan þá hafa brautskráðst yfir 100 BA-nemar og meira en 50 MA-nemar frá meira en 50 löndum. Námsbrautinni var komið á fót til að bæta aðgang nemenda með innflytjendabakgrunn, einkum þeirra sem ekki höfðu enn náð traustum tökum á íslensku, að háskólanámi. Í upphafi voru færri en 20 nemendur, flestir með rætur á Íslandi, í náminu. Síðan þá hefur erlendum umsóknum fjölgað jafnt og þétt, meðal annars vegna alþjóðavæðingar háskólans, sem hefur verið mikilvægur liður í stefnu Háskóla Íslands. Þannig hefur Ísland orðið eftirsóttur áfangastaður fyrir alþjóðlega nemendur. Námið í alþjóðlegum menntunarfræðum er metnaðarfullt og hefur á sér gott orðspor. Áhersla er lögð á á samanburðar- og alþjóðlega menntunarfræði sem hvetur til gagnrýninnar umræðu um félagsleg og vistfræðileg viðfangsefni í samtímanum. Nám af þessu tagi er ekki í boði í heimalöndum marga nemenda og má geta þess að nám í alþjóðlegum menntunafræðum á BA stigi er kennt við örfáa háskóla á heimsvísu. Hér hefur því Háskóli Íslands ákveðna sérstöðu og getur í þeim efnum miðlað af reynslu sinni til annarra. Námið býður jafnframt upp á þvermenningarlegt nám en hæfni í að lesa í og skilja ólíka menningarheima telst til lykilhæfni á 21. öldinni. Þessir þættir hafa því laðað að nemendur hvaðanæva að úr heiminum. Öll námskeiðin eru kennd í staðnámi, og gera kröfu um skyldumætingu og virka þátttöku. Kennsluhættirnir byggja á samvinnu og samfélagslegum verkefnum sem krefjast þess að nemendur vinni saman og taki þátt allan veturinn. Mörg dæmi sýna að erlendir nemar koma til Íslands með mikla reynslu – bæði starfsreynslu auk þess sem margir hafa áður lokið háskólagráðu. Þeir leita náms sem dýpkar skilning þeirra og þekkingu út fyrir eigið samfélag. Sú reynsla sem við höfum af starfi með þessum nemendum gengur þvert á þær röngu fullyrðingar ráðamanna um að þeir komi hingað af öðrum ástæðum en til að stunda nám Til að hefja nám á Íslandi þurfa nemendur utan EES að fara í gegnum strangt inntökuferli sem byggir á einkunnum, fyrri námsreynslu og enskuprófi. Þetta ferli er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Nemendur sem standast þær kröfur hafa sýnt að þeir hafa þau fræðilegu tök sem þarf til að uppfylla kröfur íslenskra háskóla – alveg á pari við innlenda nemendur. Fjölgun erlendra nema á þessu ári hefur leitt í ljós veikleika bæði í móttöku innflytjenda og í háskólakerfinu, sérstaklega þegar kemur að afgreiðslu umsókna og þjónustu við erlenda nemendur. En slík kerfisvandamál má ekki nota í pólitískum tilgangi þar sem rangar fullyrðingar eru settar fram þess efnis að erlendir nemendur sem hingað koma séu að misnota kerfið. Þvert á móti er ávinningurinn sem erlendir nemar færa íslensku samfélagi og háskólum óumdeildur. Þeir auðga námsumhverfið, stuðla að fjölbreytni og efla tengsl Íslands við umheiminn. Það er þessi þáttur sem ætti að vera í forgrunni en ekki rangar fullyrðingar í pólitískum tilgangi sem skaða orðspor íslensks háskólasamfélags. Höfundar eru prófessor og deildarforseti í deild menntunar og margbreytileika, lektor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, dósent og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, og prófessor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar fullyrðingar sem komið hafa fram víða í fréttum um að erlendir nemar misnoti háskólakerfið geta grafið undan trúverðugleika og gæðum íslenskra háskóla. Enn fremur geta slíkar fullyrðingar, sem sérstaklega beinast að nemendum frá tilteknum löndum aukið á fordóma í garð ákveðinna hópa. Hér að neðan viljum við því draga fram nokkrar staðreyndir sem tengjast málinu til að andæfa þeim rangfærslum sem hafa verið settar fram og stuðla að mannúðlegri og málefnalegri umræðu um efnið. Frá árinu 2008 hefur Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðið upp á nám í alþjóðlegum menntunarfræðum. Síðan þá hafa brautskráðst yfir 100 BA-nemar og meira en 50 MA-nemar frá meira en 50 löndum. Námsbrautinni var komið á fót til að bæta aðgang nemenda með innflytjendabakgrunn, einkum þeirra sem ekki höfðu enn náð traustum tökum á íslensku, að háskólanámi. Í upphafi voru færri en 20 nemendur, flestir með rætur á Íslandi, í náminu. Síðan þá hefur erlendum umsóknum fjölgað jafnt og þétt, meðal annars vegna alþjóðavæðingar háskólans, sem hefur verið mikilvægur liður í stefnu Háskóla Íslands. Þannig hefur Ísland orðið eftirsóttur áfangastaður fyrir alþjóðlega nemendur. Námið í alþjóðlegum menntunarfræðum er metnaðarfullt og hefur á sér gott orðspor. Áhersla er lögð á á samanburðar- og alþjóðlega menntunarfræði sem hvetur til gagnrýninnar umræðu um félagsleg og vistfræðileg viðfangsefni í samtímanum. Nám af þessu tagi er ekki í boði í heimalöndum marga nemenda og má geta þess að nám í alþjóðlegum menntunafræðum á BA stigi er kennt við örfáa háskóla á heimsvísu. Hér hefur því Háskóli Íslands ákveðna sérstöðu og getur í þeim efnum miðlað af reynslu sinni til annarra. Námið býður jafnframt upp á þvermenningarlegt nám en hæfni í að lesa í og skilja ólíka menningarheima telst til lykilhæfni á 21. öldinni. Þessir þættir hafa því laðað að nemendur hvaðanæva að úr heiminum. Öll námskeiðin eru kennd í staðnámi, og gera kröfu um skyldumætingu og virka þátttöku. Kennsluhættirnir byggja á samvinnu og samfélagslegum verkefnum sem krefjast þess að nemendur vinni saman og taki þátt allan veturinn. Mörg dæmi sýna að erlendir nemar koma til Íslands með mikla reynslu – bæði starfsreynslu auk þess sem margir hafa áður lokið háskólagráðu. Þeir leita náms sem dýpkar skilning þeirra og þekkingu út fyrir eigið samfélag. Sú reynsla sem við höfum af starfi með þessum nemendum gengur þvert á þær röngu fullyrðingar ráðamanna um að þeir komi hingað af öðrum ástæðum en til að stunda nám Til að hefja nám á Íslandi þurfa nemendur utan EES að fara í gegnum strangt inntökuferli sem byggir á einkunnum, fyrri námsreynslu og enskuprófi. Þetta ferli er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Nemendur sem standast þær kröfur hafa sýnt að þeir hafa þau fræðilegu tök sem þarf til að uppfylla kröfur íslenskra háskóla – alveg á pari við innlenda nemendur. Fjölgun erlendra nema á þessu ári hefur leitt í ljós veikleika bæði í móttöku innflytjenda og í háskólakerfinu, sérstaklega þegar kemur að afgreiðslu umsókna og þjónustu við erlenda nemendur. En slík kerfisvandamál má ekki nota í pólitískum tilgangi þar sem rangar fullyrðingar eru settar fram þess efnis að erlendir nemendur sem hingað koma séu að misnota kerfið. Þvert á móti er ávinningurinn sem erlendir nemar færa íslensku samfélagi og háskólum óumdeildur. Þeir auðga námsumhverfið, stuðla að fjölbreytni og efla tengsl Íslands við umheiminn. Það er þessi þáttur sem ætti að vera í forgrunni en ekki rangar fullyrðingar í pólitískum tilgangi sem skaða orðspor íslensks háskólasamfélags. Höfundar eru prófessor og deildarforseti í deild menntunar og margbreytileika, lektor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, dósent og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, og prófessor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun