Loftgæði verði áfram slæm Eiður Þór Árnason og Smári Jökull Jónsson skrifa 12. nóvember 2025 23:52 Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfis- og orkustofnun Sýn Hæglætisveður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og er spáð áfram. Það hefur þau áhrif að svifryksmengun eykst og loftgæði hafa mælst óholl á nokkrum stöðum undanfarið. Á morgun, fimmtudag er útlit fyrir að loftgæðin verði slæm á höfuðborgarsvæðinu, bæði um morguninn og seinni part dags. Verst verður staðan á þekktum álagspunktum í umferðinni á borð við þung gatnamót. Loftgæði teljast slæm ef gróft svifryk mælist yfir hundrað míkrógrömm á hvern rúmmetra og hefur mengun hefur farið yfir heilsuverndarmörk nokkrum sinnum síðustu tvo daga. „Heilt séð ef við horfum svona þrjátíu ár aftur í tímann þá erum við í miklu betri málum. Það var miklu meiri svifryksmengun hérna áður. Bæði var aðeins öðruvísi veðurfar og svo er malbikið orðið miklu betra í dag,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfis- og orkustofnun, í kvöldfréttum Sýnar. Svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk í Kópavogi á þriðjudag og miðvikudag.Sýn Rykbinding dugi skammt Eitt af úrræðunum sem hægt er að grípa til þegar mengun er mikil sé að rykbinda götur en Þorsteinn bendir á að þetta sé einungis tímabundið bjargráð. „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin rykbundu götur í morgun. Það er að virka í svona einn, tvo, kannski þrjá sólarhringa á eftir.“ Það geti dugað ef það fylgi rigning eða snjókoma í kjölfarið sem stöðvi rykið. Hann bendir á að ekki sé einungis um að ræða mengun frá ökutækjum. „Á svona hægviðrisdögum þar sem það er kalt og hitahvarf og ef það er austanátt þá fáum við til dæmis mengunina frá orkuverunum á Nesjavöllum og Hellisheiðarvirkjun. Hún var til dæmis í gær og fyrradag, reyndar ekki yfir neinum heilsuverndarmörkum en greinileg sums staðar, og þetta er mengun sem hefur sannarlega áhrif á raftæki og getur stytt líftíma raftækja,“ segir Þorsteinn. Umhverfismál Loftgæði Reykjavík Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Á morgun, fimmtudag er útlit fyrir að loftgæðin verði slæm á höfuðborgarsvæðinu, bæði um morguninn og seinni part dags. Verst verður staðan á þekktum álagspunktum í umferðinni á borð við þung gatnamót. Loftgæði teljast slæm ef gróft svifryk mælist yfir hundrað míkrógrömm á hvern rúmmetra og hefur mengun hefur farið yfir heilsuverndarmörk nokkrum sinnum síðustu tvo daga. „Heilt séð ef við horfum svona þrjátíu ár aftur í tímann þá erum við í miklu betri málum. Það var miklu meiri svifryksmengun hérna áður. Bæði var aðeins öðruvísi veðurfar og svo er malbikið orðið miklu betra í dag,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfis- og orkustofnun, í kvöldfréttum Sýnar. Svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk í Kópavogi á þriðjudag og miðvikudag.Sýn Rykbinding dugi skammt Eitt af úrræðunum sem hægt er að grípa til þegar mengun er mikil sé að rykbinda götur en Þorsteinn bendir á að þetta sé einungis tímabundið bjargráð. „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin rykbundu götur í morgun. Það er að virka í svona einn, tvo, kannski þrjá sólarhringa á eftir.“ Það geti dugað ef það fylgi rigning eða snjókoma í kjölfarið sem stöðvi rykið. Hann bendir á að ekki sé einungis um að ræða mengun frá ökutækjum. „Á svona hægviðrisdögum þar sem það er kalt og hitahvarf og ef það er austanátt þá fáum við til dæmis mengunina frá orkuverunum á Nesjavöllum og Hellisheiðarvirkjun. Hún var til dæmis í gær og fyrradag, reyndar ekki yfir neinum heilsuverndarmörkum en greinileg sums staðar, og þetta er mengun sem hefur sannarlega áhrif á raftæki og getur stytt líftíma raftækja,“ segir Þorsteinn.
Umhverfismál Loftgæði Reykjavík Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira