Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2025 16:41 Frá Kjarnagötu á Akureyri þar sem voðaverkin áttu sér stað. Vísir Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur. Landsréttur kvað upp sinn dóm síðdegis. Í dóminum segir að eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms hafi geðlæknar verið dómkvaddir til þess að meta sakhæfi Þorsteins Hermanns. Niðurstaða þeirra hafi verið að Þorsteinn hafi á verknaðartíma ekki verið haldinn neinum þeim sjúkdómum sem taldir séu upp í almennum hegningarlögum, sem hefðu gert hann alls ófæran um að stjórna gerðum sínum. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem málsatvikum er lýst, er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Gat ekki dulist að bani gæti hlotist af atlögunni Í dómi Landsréttar segir að rétturinn hafi talið að þótt ekki lægi fyrir hvernig Þorsteinn Hermann hafi veitt konunni þann áverka sem dró hana til dauða, þá yrði ekki véfengt með skynsamlegum rökum að hann hefði veitt henni þá áverka sem leiddu til andláts hennar. Rétturinn hafi talið að áverkar konunnar hefðu hlotist af krafti sem Þorsteinn Hermann hafi beitt gagnvart kviði, höfði, hálsi, bringu, brjóstkassa og útlimum með þeim afleiðingum sem lýst var í ákæru. Rétturinn hafi miðað við að atlaga hans hefði beinst sérstaklega að viðkvæmum svæðum líkamans og verið ofsafengin. Lagt hafi verið til grundvallar að Þorsteini Hermanni hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af atlögunni. Hann hafi því verið sakfelldur fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Einnig sakfelldur fyrir fyrra ofbeldisverk Þorsteinn Hermann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi í febrúar sama ár og hann banaði konunni. Hann var sagður hafa nefbrotið konuna, veitt henni áverka aftan á hálsi og hnakka, undir öðru auga og á handlegg. Hann var sakfelldur fyrir það brot bæði í héraði og Landsrétti. Þorsteinn Hermann var í héraði dæmdur til að greiða tveimur sonum þeirra fjórar milljónir króna hvorum í miskabætur og öðrum þeirra 1,1 milljón króna í skaðabætur vegna útfararkostnaðar. Landsréttur lækkaði miskabæturnar í þrjár milljónir og staðfesti dóm héraðsdóms varðandi skaðabæturnar. Dómurinn harðlega gagnrýndur Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra var harðlega gagnrýndur á sínum tíma. Meginástæðan var að Þorsteinn var ekki dæmdur fyrir manndráp, þar sem ekki taldist sannað að hann hefði haft ásetning til þess að myrða konu sína né hefði mátt vita að bani hlytist af árás hans. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði í samtali við fréttastofu að sá dómur hefði valdið henni vonbrigðum. Hún velti því fyrir sér hvort dómurinn hafi verið mildari vegna þess að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Akureyri Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Landsréttur kvað upp sinn dóm síðdegis. Í dóminum segir að eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms hafi geðlæknar verið dómkvaddir til þess að meta sakhæfi Þorsteins Hermanns. Niðurstaða þeirra hafi verið að Þorsteinn hafi á verknaðartíma ekki verið haldinn neinum þeim sjúkdómum sem taldir séu upp í almennum hegningarlögum, sem hefðu gert hann alls ófæran um að stjórna gerðum sínum. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem málsatvikum er lýst, er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Gat ekki dulist að bani gæti hlotist af atlögunni Í dómi Landsréttar segir að rétturinn hafi talið að þótt ekki lægi fyrir hvernig Þorsteinn Hermann hafi veitt konunni þann áverka sem dró hana til dauða, þá yrði ekki véfengt með skynsamlegum rökum að hann hefði veitt henni þá áverka sem leiddu til andláts hennar. Rétturinn hafi talið að áverkar konunnar hefðu hlotist af krafti sem Þorsteinn Hermann hafi beitt gagnvart kviði, höfði, hálsi, bringu, brjóstkassa og útlimum með þeim afleiðingum sem lýst var í ákæru. Rétturinn hafi miðað við að atlaga hans hefði beinst sérstaklega að viðkvæmum svæðum líkamans og verið ofsafengin. Lagt hafi verið til grundvallar að Þorsteini Hermanni hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af atlögunni. Hann hafi því verið sakfelldur fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Einnig sakfelldur fyrir fyrra ofbeldisverk Þorsteinn Hermann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi í febrúar sama ár og hann banaði konunni. Hann var sagður hafa nefbrotið konuna, veitt henni áverka aftan á hálsi og hnakka, undir öðru auga og á handlegg. Hann var sakfelldur fyrir það brot bæði í héraði og Landsrétti. Þorsteinn Hermann var í héraði dæmdur til að greiða tveimur sonum þeirra fjórar milljónir króna hvorum í miskabætur og öðrum þeirra 1,1 milljón króna í skaðabætur vegna útfararkostnaðar. Landsréttur lækkaði miskabæturnar í þrjár milljónir og staðfesti dóm héraðsdóms varðandi skaðabæturnar. Dómurinn harðlega gagnrýndur Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra var harðlega gagnrýndur á sínum tíma. Meginástæðan var að Þorsteinn var ekki dæmdur fyrir manndráp, þar sem ekki taldist sannað að hann hefði haft ásetning til þess að myrða konu sína né hefði mátt vita að bani hlytist af árás hans. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði í samtali við fréttastofu að sá dómur hefði valdið henni vonbrigðum. Hún velti því fyrir sér hvort dómurinn hafi verið mildari vegna þess að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Akureyri Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira