Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 14:16 Það þarf vissulega margt að falla með Odmar Færø og félögum í færeyska landsliðinu en HM-draumurinn lifir. Getty/Foto Olimpik Það eru ekki bara íslensku landsliðsstrákarnir sem dreymir um sæti í umspili heimsmeistaramótsins í fótbolta því nágrannar okkar í Færeyjum eiga enn smá möguleika á að ná öðru sætinu. Færeyingar höfðu aldrei unnið fleiri en tvo leiki í neinni undankeppni áður en hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum, þar á meðal eftirtektarverðan 2-1 heimasigur gegn Tékklandi, sem er í öðru sæti, í október. Möguleiki á sæti í umspilinu er því enn á lífi. Ef færeyska liðinu tekst að koma á óvart gegn Króatíu, sem er í efsta sæti L-riðils, í kvöld og Gíbraltar, sem er í neðsta sæti, tapar ekki fyrir Tékklandi á mánudaginn, munu Færeyingar enda í öðru sæti riðilsins og komast í umspilið í mars. Þetta er þó reyndar afar ólíkleg samsetning úrslita, í ljósi þess að Gíbraltar hefur aldrei fengið stig í undankeppni og Króatía hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum. Hins vegar, fyrir hinn 36 ára gamla miðvörð Færeyja, Odmar Færø, er þetta skref framar öllu sem þjóð hans hefur áður afrekað. „Hugmyndin er bara að halda áfram að fylgja straumnum og sjá hversu langt það ber okkur,“ sagði Odmar Færö við breska ríkisútvarpið. „Við erum að njóta þessa í augnablikinu og tilfinningin er sú, með nýlegum úrslitum, að við trúum því að við getum farið til Króatíu og náð í þrjú stig,“ sagði Færö Færö, sem lék um tíma í Skotlandi með Keith og Forfar Athletic, er eini færeyski leikmaðurinn sem hefur spilað fimmtíu leiki í evrópskum félagsliðakeppnum. Faðir hans og afi, báðir að nafni Odmar, léku einnig fyrir þjóðina sem telur tæplega fimmtíu og fimm þúsund íbúa. En þrátt fyrir spennuna sem fylgir þessum daðri við undankeppni HM er Færö raunsær um möguleika þeirra. „Ég hef bara ekki trú á því að Gíbraltar nái í nein stig svo þetta er svolítið glatað tækifæri, en við látum það ekki hafa áhrif á frammistöðu okkar gegn Króatíu. Við yrðum samt algjörlega niðurbrotnir ef Gíbraltar nær jafntefli og við stöndum ekki við okkar – það væri það versta fyrir mig að lifa með,“ sagði Færö. Leikur Króatíu og Færeyja verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.35. HM 2026 í fótbolta Færeyjar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Færeyingar höfðu aldrei unnið fleiri en tvo leiki í neinni undankeppni áður en hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum, þar á meðal eftirtektarverðan 2-1 heimasigur gegn Tékklandi, sem er í öðru sæti, í október. Möguleiki á sæti í umspilinu er því enn á lífi. Ef færeyska liðinu tekst að koma á óvart gegn Króatíu, sem er í efsta sæti L-riðils, í kvöld og Gíbraltar, sem er í neðsta sæti, tapar ekki fyrir Tékklandi á mánudaginn, munu Færeyingar enda í öðru sæti riðilsins og komast í umspilið í mars. Þetta er þó reyndar afar ólíkleg samsetning úrslita, í ljósi þess að Gíbraltar hefur aldrei fengið stig í undankeppni og Króatía hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum. Hins vegar, fyrir hinn 36 ára gamla miðvörð Færeyja, Odmar Færø, er þetta skref framar öllu sem þjóð hans hefur áður afrekað. „Hugmyndin er bara að halda áfram að fylgja straumnum og sjá hversu langt það ber okkur,“ sagði Odmar Færö við breska ríkisútvarpið. „Við erum að njóta þessa í augnablikinu og tilfinningin er sú, með nýlegum úrslitum, að við trúum því að við getum farið til Króatíu og náð í þrjú stig,“ sagði Færö Færö, sem lék um tíma í Skotlandi með Keith og Forfar Athletic, er eini færeyski leikmaðurinn sem hefur spilað fimmtíu leiki í evrópskum félagsliðakeppnum. Faðir hans og afi, báðir að nafni Odmar, léku einnig fyrir þjóðina sem telur tæplega fimmtíu og fimm þúsund íbúa. En þrátt fyrir spennuna sem fylgir þessum daðri við undankeppni HM er Færö raunsær um möguleika þeirra. „Ég hef bara ekki trú á því að Gíbraltar nái í nein stig svo þetta er svolítið glatað tækifæri, en við látum það ekki hafa áhrif á frammistöðu okkar gegn Króatíu. Við yrðum samt algjörlega niðurbrotnir ef Gíbraltar nær jafntefli og við stöndum ekki við okkar – það væri það versta fyrir mig að lifa með,“ sagði Færö. Leikur Króatíu og Færeyja verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.35.
HM 2026 í fótbolta Færeyjar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira