Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 14:16 Það þarf vissulega margt að falla með Odmar Færø og félögum í færeyska landsliðinu en HM-draumurinn lifir. Getty/Foto Olimpik Það eru ekki bara íslensku landsliðsstrákarnir sem dreymir um sæti í umspili heimsmeistaramótsins í fótbolta því nágrannar okkar í Færeyjum eiga enn smá möguleika á að ná öðru sætinu. Færeyingar höfðu aldrei unnið fleiri en tvo leiki í neinni undankeppni áður en hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum, þar á meðal eftirtektarverðan 2-1 heimasigur gegn Tékklandi, sem er í öðru sæti, í október. Möguleiki á sæti í umspilinu er því enn á lífi. Ef færeyska liðinu tekst að koma á óvart gegn Króatíu, sem er í efsta sæti L-riðils, í kvöld og Gíbraltar, sem er í neðsta sæti, tapar ekki fyrir Tékklandi á mánudaginn, munu Færeyingar enda í öðru sæti riðilsins og komast í umspilið í mars. Þetta er þó reyndar afar ólíkleg samsetning úrslita, í ljósi þess að Gíbraltar hefur aldrei fengið stig í undankeppni og Króatía hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum. Hins vegar, fyrir hinn 36 ára gamla miðvörð Færeyja, Odmar Færø, er þetta skref framar öllu sem þjóð hans hefur áður afrekað. „Hugmyndin er bara að halda áfram að fylgja straumnum og sjá hversu langt það ber okkur,“ sagði Odmar Færö við breska ríkisútvarpið. „Við erum að njóta þessa í augnablikinu og tilfinningin er sú, með nýlegum úrslitum, að við trúum því að við getum farið til Króatíu og náð í þrjú stig,“ sagði Færö Færö, sem lék um tíma í Skotlandi með Keith og Forfar Athletic, er eini færeyski leikmaðurinn sem hefur spilað fimmtíu leiki í evrópskum félagsliðakeppnum. Faðir hans og afi, báðir að nafni Odmar, léku einnig fyrir þjóðina sem telur tæplega fimmtíu og fimm þúsund íbúa. En þrátt fyrir spennuna sem fylgir þessum daðri við undankeppni HM er Færö raunsær um möguleika þeirra. „Ég hef bara ekki trú á því að Gíbraltar nái í nein stig svo þetta er svolítið glatað tækifæri, en við látum það ekki hafa áhrif á frammistöðu okkar gegn Króatíu. Við yrðum samt algjörlega niðurbrotnir ef Gíbraltar nær jafntefli og við stöndum ekki við okkar – það væri það versta fyrir mig að lifa með,“ sagði Færö. Leikur Króatíu og Færeyja verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.35. HM 2026 í fótbolta Færeyjar Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Færeyingar höfðu aldrei unnið fleiri en tvo leiki í neinni undankeppni áður en hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum, þar á meðal eftirtektarverðan 2-1 heimasigur gegn Tékklandi, sem er í öðru sæti, í október. Möguleiki á sæti í umspilinu er því enn á lífi. Ef færeyska liðinu tekst að koma á óvart gegn Króatíu, sem er í efsta sæti L-riðils, í kvöld og Gíbraltar, sem er í neðsta sæti, tapar ekki fyrir Tékklandi á mánudaginn, munu Færeyingar enda í öðru sæti riðilsins og komast í umspilið í mars. Þetta er þó reyndar afar ólíkleg samsetning úrslita, í ljósi þess að Gíbraltar hefur aldrei fengið stig í undankeppni og Króatía hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum. Hins vegar, fyrir hinn 36 ára gamla miðvörð Færeyja, Odmar Færø, er þetta skref framar öllu sem þjóð hans hefur áður afrekað. „Hugmyndin er bara að halda áfram að fylgja straumnum og sjá hversu langt það ber okkur,“ sagði Odmar Færö við breska ríkisútvarpið. „Við erum að njóta þessa í augnablikinu og tilfinningin er sú, með nýlegum úrslitum, að við trúum því að við getum farið til Króatíu og náð í þrjú stig,“ sagði Færö Færö, sem lék um tíma í Skotlandi með Keith og Forfar Athletic, er eini færeyski leikmaðurinn sem hefur spilað fimmtíu leiki í evrópskum félagsliðakeppnum. Faðir hans og afi, báðir að nafni Odmar, léku einnig fyrir þjóðina sem telur tæplega fimmtíu og fimm þúsund íbúa. En þrátt fyrir spennuna sem fylgir þessum daðri við undankeppni HM er Færö raunsær um möguleika þeirra. „Ég hef bara ekki trú á því að Gíbraltar nái í nein stig svo þetta er svolítið glatað tækifæri, en við látum það ekki hafa áhrif á frammistöðu okkar gegn Króatíu. Við yrðum samt algjörlega niðurbrotnir ef Gíbraltar nær jafntefli og við stöndum ekki við okkar – það væri það versta fyrir mig að lifa með,“ sagði Færö. Leikur Króatíu og Færeyja verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.35.
HM 2026 í fótbolta Færeyjar Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti