Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2025 20:12 Skipulögð brotastarfsemi verður sífellt umfangsmeiri á Íslandi. Vísir/Ívar Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“ Lögreglan Fíkn Hælisleitendur Innflytjendamál Öryggis- og varnarmál Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Sjá meira
Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“
Lögreglan Fíkn Hælisleitendur Innflytjendamál Öryggis- og varnarmál Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent