„Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 09:02 Hákon Arnórsson verður fyrsti Íslendingurinn til þess að berjast í aðalbardaga á MMA bardagakvöldi í fyrsta sinn hér á Íslandi í Andrews Theater á Ásbrú í kvöld. Hákon ætlar sér langt í íþróttinni. Vísir/Samsett Framundan er sögulegt MMA bardagakvöld í Andrews Theather á Ásbrú í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins stígur hinn 21 árs gamli Hákon Arnórsson, bardagakappi úr Reykjavík MMA, inn í búrið og berst við hinn norska Eric Nordin, í fyrsta sinn á Íslandi. Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“ MMA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“
MMA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira