Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. nóvember 2025 21:02 Þingmennirnir sem voru tilnefndir. Á myndina vantar Höllu Hrund Logadóttur, en hún var á Akureyri og undirritar skjalið eftir helgi. Stjórnarráðið Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra. Í tilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að hlutverk talsmanna fatlaðs fólks á þingi sé að tryggja farveg fyrir sjónarmið fatlaðra. „Aðgerðin í landsáætluninni er á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra og voru allir þingflokkarnir beðnir um að tilnefna einn talsmann úr hverjum flokki.“ „Þetta er risastór vika fyrir fatlað fólk á Íslandi,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Þingmennirnir undirrituðu skjalið í dag.Stjórnarráðið „Eftir áralanga baráttu lögfesti Ísland loks samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú á miðvikudag. Mörg gleðitár féllu í samfélaginu og það var dásamlegt að verða vitni að því. Nú erum við síðan komin með talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi og það er mikilvægt því rödd fatlaðs fólks verður að heyrast.“ Eftirfarandi tilnefningar bárust um talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi: Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar Við lok fræðslunnar undirrituðu þingmennirnir skjal með eftirfarandi texta: Sem talsmenn fatlaðs fólks heitum við því að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í störfum okkar og gæta réttinda og hagsmuna fatlaðs fólks. Sem talsmenn fatlaðs fólks munum við fræða samflokksfólk okkar um réttindi fatlaðs fólks. Sem talsmenn fatlaðs fólks munum við leitast við að tryggja að fatlað fólk fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingmenn áður en teknar eru ákvarðanir sem það varða. Um fræðsluna í dag sáu Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, Sigurborg Sveinsdóttir, ritari Geðhjálpar, Fabiana Morais, talskona fatlaðs fólks hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, og Ásta Kristín Benediktsdóttir, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Góðar og líflegar umræður spunnust um réttindi fatlaðs fólks og hlutverk talsmanna. Allir aðstandendur verkefnisins halda hér á dagatölum sem dreift verður til þingmanna þar sem merktar eru inn lykildagsetningar sem tengjast fötluðu fólki. Dagatalið tengist vitundarvakningunni „fyrir okkur öll.“Stjórnarráðið Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira
Í tilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að hlutverk talsmanna fatlaðs fólks á þingi sé að tryggja farveg fyrir sjónarmið fatlaðra. „Aðgerðin í landsáætluninni er á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra og voru allir þingflokkarnir beðnir um að tilnefna einn talsmann úr hverjum flokki.“ „Þetta er risastór vika fyrir fatlað fólk á Íslandi,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Þingmennirnir undirrituðu skjalið í dag.Stjórnarráðið „Eftir áralanga baráttu lögfesti Ísland loks samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú á miðvikudag. Mörg gleðitár féllu í samfélaginu og það var dásamlegt að verða vitni að því. Nú erum við síðan komin með talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi og það er mikilvægt því rödd fatlaðs fólks verður að heyrast.“ Eftirfarandi tilnefningar bárust um talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi: Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar Við lok fræðslunnar undirrituðu þingmennirnir skjal með eftirfarandi texta: Sem talsmenn fatlaðs fólks heitum við því að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í störfum okkar og gæta réttinda og hagsmuna fatlaðs fólks. Sem talsmenn fatlaðs fólks munum við fræða samflokksfólk okkar um réttindi fatlaðs fólks. Sem talsmenn fatlaðs fólks munum við leitast við að tryggja að fatlað fólk fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingmenn áður en teknar eru ákvarðanir sem það varða. Um fræðsluna í dag sáu Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, Sigurborg Sveinsdóttir, ritari Geðhjálpar, Fabiana Morais, talskona fatlaðs fólks hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, og Ásta Kristín Benediktsdóttir, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Góðar og líflegar umræður spunnust um réttindi fatlaðs fólks og hlutverk talsmanna. Allir aðstandendur verkefnisins halda hér á dagatölum sem dreift verður til þingmanna þar sem merktar eru inn lykildagsetningar sem tengjast fötluðu fólki. Dagatalið tengist vitundarvakningunni „fyrir okkur öll.“Stjórnarráðið
Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira